Haraldur Þórðarson (Framnesi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2023 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2023 kl. 11:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Haraldur Guðbjörn Þórðarson. '''Haraldur Guðbjörn Þórðarson''' frá Reykjavík, vélvirkjameistari, framkvæmdastjóri, forstjóri, meðhjálpari fæddist 16. júlí 1925 og lést 14. desember 2011 á Heilsugæslustöð Sauðárkróks.<br> Foreldrar hans voru Þórður Ellert Guðbrandsson, f. 16. desember 1899, d. 21. febrúar 1997, og kona hans Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1905,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Haraldur Guðbjörn Þórðarson.

Haraldur Guðbjörn Þórðarson frá Reykjavík, vélvirkjameistari, framkvæmdastjóri, forstjóri, meðhjálpari fæddist 16. júlí 1925 og lést 14. desember 2011 á Heilsugæslustöð Sauðárkróks.
Foreldrar hans voru Þórður Ellert Guðbrandsson, f. 16. desember 1899, d. 21. febrúar 1997, og kona hans Guðrún Marín Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1905, d. 3. mars 1983.
Fósturforeldrar Haraldar frá tveggja ára aldri voru móðurforeldrar hans, hjónin Guðjón Pétur Jónsson sjómaður í Framnesi, f. 22. febrúar 1885 á Kirkjubæ, d. 24. janúar 1945, og kona hans Nikólína Guðnadóttir húsfreyja, f. 20. ágúst í Bartarkoti í Strandarsókn, Árn., d. 19. nóvember 1950.

Haraldur var með fósturforeldrum sínum í Framnesi 1927 og 1940, flutti úr Eyjum 1943.
Hann lærði vélvirkjun á Siglufirði og vann við iðn sína um skeið. Hann var formaður sóknarnefndar á Ólafsfirði, meðhjálpari þar og á Sauðárkróki, sat í bæjarstjórn á Ólafsfirði. Hann varð framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar og Útgerðarfélags Ólafsfjarðar. Á Sauðárkróki var hann forstjóri hjá Fóðurstöðinni.
Haraldur var félagi bæði í Rótaryhreyfingunni og Frímúrarareglunni og virkur félagi í starfi sjálfstæðismanna.
Þau Ragna Hólmfríður giftu sig 1948, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu á Siglufirði. Árið 1950 fluttu þau til Ólafsfjarðar og síðast á Sauðárkrók.
Haraldur lést 2011 og Ragna Hólmfríður 2018.

I. Kona Haraldar, (14. ágúst 1948), var Ragna Hólmfríður Pálsdóttir húsfreyja, kaupkona, verslunarmaður, f. 16. maí 1925, d. 7. mars 2018. Foreldrar hennar voru Páll Magnús Guðmundsson verslunarmaður, hótelstjóri, veitingamaður á Siglufirði, f. 15. nóvember 1882, d. 23. ágúst 1956, og Elín Sesselja Steinsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1886, d. 12. maí 1958.
Börn þeirra:
1. Elín Hólmfríður Haraldsdóttir, f. 26. mars 1950. Maður hennar Bjarki Sigurðsson.
2. Þórður Gunnar Haraldsson, býr í Bandaríkjunum, f. 28. september 1963. Sambúðarmaður Joseph Piskura.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.