Sigríður Jónsdóttir (Breiðabliki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. febrúar 2023 kl. 14:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. febrúar 2023 kl. 14:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Sigríður Jónsdóttir (Breiðabliki)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Sigríður Jónsdóttir.

Sigríður Jónsdóttir frá Breiðabliki, skrifstofumaður, bankaritari í Reykjavík fæddist 14. maí 1931 á Kárastíg 11 í Reykjavík og lést 10. október 2007 á Grund í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Hallvarðsson frá Hítárnesi í Hnappadalssýslu, lögfræðingur, fulltrúi, sýslumaður, hæstaréttarlögmaður, f. þar 16. maí 1899, d. 13. apríl 1968, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir frá Breiðabólsstað á Síðu, V.-Skaft., húsfreyja, síðar iðnverkakona, f. þar 18. nóvember 1895, d. 11. júlí 1988.

Börn Ólafar og Jóns:
1. Baldur Jónsson kennari, f. 6. september 1926, d. 8. maí 2008.
2. Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, f. 18. júlí 1928, d. 1. júlí 2018. Kona hans Rósa Guðmundsdóttir.
3. Sigríður Jónsdóttir skrifstofumaður, bankaritari í Reykjavík, f. 14. maí 1931 á Kárastíg 11 í Reykjavík, d. 10. október 2007.
4. Svava Jónsdóttir myndlistarnemi, f. 25. apríl 1932, d. 1. júní 1952.

Sigríður var með foreldrum sínum, fluttist með þeim til Eyja 1932, til Stykkishólms 1937, til Reykjavíkur 1941.
Hún lauk landsprófi í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskóla) 1948, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1955. Sigríður lauk prófi í forspjallsvísindum (cand. phil.) í Háskóla Íslands 1956, lagði einnig stund á frönskunám þar, en tók frönskunámskeið í París 1959-1960.
Sigríður var skrifstofumaður hjá SÍS í Reykjavík 1955, lengst í verðlagningadeild, en réðst til hagfræðideildar Landsbanka Íslands í október 1960 og færðist með deildinni til sjálfstæðs Seðlabanka Íslands 1961. Hún vann þar við móttöku og upplagmningu gagna og dreifingu rita bankans til loka starfsævi sinnar 1995.
Hún var ógift og barnlaus og bjó lengst með móður sinni í Sörlaskjóli og annaðist hana.
Sigríður vistaðist á Grund 2004 og lést 2007.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.