Jón Hallvarðsson (sýslumaður)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Hallvarðsson frá Hítárnesi í Hnappadalssýslu, lögfræðingur, fulltrúi, sýslumaður, hæstaréttarlögmaður fæddist þar 16. maí 1899 og lést 13. apríl 1968.
Foreldrar hans voru Hallvarður Einvarðsson bóndi, f. 21. maí 1871, d. 29. nóvember 1912, og kona hans Sigríður Gunnhildur Jónsdóttir frá Skiphyl á Mýrum, húsfreyja, f. 22. nóvember 1877, d. 1. apríl 1944.

Jón varð stúdent 1920, lauk prófum í lögfræði 1925 (cand. juris),
Hann var málflutningsmaður í Reykjavík 1925-1931, settur sýslumaður í Barðastrandarsýslu janúar til júní 1932 í fjarveru sýslumanns.
Hann var fulltrúi hjá bæjarfógeta í Eyjum frá júlí 1832 til maí 1937, skipaður sýslumaður í Snæfells- og Hnappadalssýslu 7. maí 1937, fékk lausn frá embætti 1941.
Jón varð starfsmaður hjá Ríkisskattanefnd, hæstaréttarmálaflutningsmaður.
Þau Ólöf giftu sig 1925, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Reykjavík, á Breiðabliki í Eyjum 1932-1937, í Stykkishólmi 1937-1940, síðan í Reykjavík.
Jón lést 1968 og Ólöf 1988.

I. Kona Jóns (5. desember 1925), var Ólöf Bjarnadóttir húsfreyja, síðar iðnverkakona, f. 18. nóvember 1895, d. 11. júlí 1988.
Börn þeirra:
1. Baldur Jónsson kennari, f. 6. september 1926, d. 8. maí 2008.
2. Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, f. 18. júlí 1928, d. 1. júlí 2018. Kona hans Rósa Guðmundsdóttir.
3. Sigríður Jónsdóttir skrifstofumaður, bankaritari í Reykjavík, f. 14. maí 1931 á Kárastíg 11 í Reykjavík, d. 10. október 2007.
4. Svava Jónsdóttir myndlistarnemi, f. 25. apríl 1932, d. 1. júní 1952.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hver er maðurinn — Íslendingaævir. Brynleifur Tobíasson. Fagurskinna 1944.
  • Íslendingabók.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 13. júlí 2018. Minning Bjarna Braga Jónssonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Tíminn 23. apríl 1968. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.