Vigfús Guðmundsson (Vallartúni)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. febrúar 2023 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. febrúar 2023 kl. 11:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Vigfús Guðmundsson (Vallartúni)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Guðmundsson frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, sjómaður fæddist þar 21. október 1908 og lést 22. september 1946.
Foreldrar hans voru Guðmundur Sumarliðason skipstjóri, f. 4. ágúst 1871 í Breiðagerði í Kálfatjarnarsókn í Gull, d. 8. júní 1912, og Guðný Þuríður Vigfúsdóttir húsfreyja, f. 8. október 1883 á tómthúsinu Bjargi í Hofssókn, S.-Múl., d. 19. nóvember 1969.

Vigfús missti föður sinn, er hann var á fjórða árinu. Hann var hjá móðurföður sínum og Guðnýju Bjarnadóttur konu hans í Sjávarborg á Seyðisfirði 1920.
Vigfús flutti til Eyja frá Siglufirði 1930, var háseti, leigjandi á Bakkastíg 2, í Fúsahúsi 1930.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1941, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Vallartúni við Austurveg 33.
Vigfús lést 1946 og Sigurbjörg 1998.

I. Kona Vigfúsar, (31. desember 1941), var Sigurbjörg Gunnlaugsdóttir frá Gjábakka, húsfreyja, f. 27. september 1914, d. 25. ágúst 1998.
Barn þeirra:
1. Birgir Vigfússon frá Vallartúni, sjómaður, stýrimaður, f. 22. júlí 1941. Kona hans Svandís Anna Jónsdóttir, látin.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.