Anna María Jónsdóttir (Fljótsdal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. febrúar 2023 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. febrúar 2023 kl. 16:31 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Anna María Jónsdóttir húsfreyja í Hlíðarendakoti Fljótsdal í Fljótshlíð fæddist 1776 í Eyjum og lést 11. september 1836.
Foreldrar hennar voru Jón Eyjólfsson undirkaupmaður, f. um 1745, d. um 1781, og kona hans Hólmfríður Benediktsdóttir, f. 1745, d. 21. júlí 1784, dóttir sr. Benedikts Jónssonar á Ofanleiti.

Systkini Önnu Maríu voru
1. Sr. Páll Jónsson á Kirkjubæ, f. 9. júlí 1779, drukknaði 12.-15. september 1846.
2. Þuríður Jónsdóttir húsfreyja, síðast á Keldum á Rangárvöllum, f. 4. janúar 1772, d. 11. maí 1833.

I. Maður Önnu Maríu var Erlingur Guðmundsson bóndi í Hlíðarendakoti og í Fljótsdal í Fljótshlíð, einnig í Brautarholti á Kjalarnesi 1804-1808. Hann f. 1772, d. 11. mars 1820.
Börn þeirra hér:
1. Helga Erlingsdóttir húsfreyja í Hlíðarendakoti, f. 8. apríl 1796 á Skarði í Fljótshlíð. Hún var amma Þorsteins Erlingssonar skálds og rithöfundar.
2. Benedikt Erlingsson, f. 27. apríl 1797 á Skarði í Fljótshlíð. Hann var bóndi í Fljótsdal, drukknaði við álftaveiðar í Laufaleitum.
3. Þorsteinn Erlingsson bóndi á Kirkjulæk og Kvoslæk í Fljótshlíð, f. 23. janúar 1799 í Hlíðarendakoti, d. 30. janúar 1860.
4. Hólmfríður Erlingsdóttir, f. 6. apríl 1805, d. 6. september 1805 í Móum á Kjalarnesi.
5. Guðrún Erlingsdóttir vinnukona víða, f. 25. ágúst 1811 í Fljótsdal. Var vinnukona í Fljótsdal 1835, í Austvaðsholti í Stóruvallasókn 1845, í Bolholti á Rangárvöllum 1860. Hún var á Suður-Reykjum í Kjós. 1880, lést 15. júlí 1890.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.