Sigurveig Sveinsdóttir (Lukku)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. desember 2022 kl. 10:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. desember 2022 kl. 10:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, matselja, matreiðslukennari, síðar í Lukku fæddist 10. janúar 1887 í Reykjavík, síðast á Hrafnistu í Reykjavík og lést 21. mars 1972.
Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson trésmíðameistari í Eyjum, kaupmaður, stofnandi og forstjóri Timburverslunarinnar Völundar í Reykjavík, f. 19. apríl 1862 að Steinum u. Eyjafjöllum, d. 13. maí 1947, og kona hans Guðrún Runólfsdóttir húsfreyja, spítalahaldari og útgerðarkona í Eyjum, f. 26. nóvember 1860 í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvíkursókn, d. 20. október 1949.

Sigurveig var með foreldrum sínum í Uppsölum nr.1 1890, með móður sinni á Sveinsstöðum við Njarðarstíg 8 1901.
Hún eignaðist Baldur Garðar með Sigfúsi í Reykjavík 1910.
Þau Hans Hermann giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hamborg í Þýskalandi, fluttu til Noregs, en skildu um 1918. Sigurveig flutti til Danmerkur og síðan til Reykjavíkur 1919 og bjó í Kirkjustræti 8B. Hún rak matsölu og kenndi matreiðslu. Börnin af fyrra hjónabandi hennar urðu fósturbörn Sveins föður hennar og Elínar Magnúsdóttur konu hans.
Þau Björn giftu sig 1923, fluttu að Skálum á Langanesi, eignuðust fimm börn. Þau voru þar bændur og ráku útgerð. Þau skildu 1932.
Sigurveig fór til Eyja í maí 1933 og bjó í fyrstu í sumarbústað Guðrúnar Runólfsdóttur móður sinnar, en í Lukku á Strembu frá 1934. Það hús reisti Sveinn bróðir hennar og Ársæll Sveinsson bróðir hennar sá um verkið.
Hún flutti til Reykjavíkur 1944, dvaldi síðast á Hrafnistu þar. Hún lést 1972.

I. Barnsfaðir Sigurveigar var Sigfús Maríus Johnsen, síðar bæjarfógeti og sýslumaður í Eyjum, f. 28. mars 1886, d. 9. júní 1974.
Barn þeirra:
1. Baldur Garðar Johnsen læknir, f. 22. október 1910, d. 7. febrúar 2006.

II. Maður Sigurveigar var Hans Hermann Wilhelm Isebarn fasteignasali í Hamborg, kaupsýslumaður, þýskur, f. 12. maí 1894, d. 26. júní 1974.
Börn þeirra:
2. Clara Guðrún Isebarn húsfreyja, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 26. september 1914 í Hamborg, d. 29. október 1987. Fyrrum maður hennar Halldór Ari Björnsson.
3. Ingólfur Hans Hermann Isebarn byggingameistari, f. 14. október 1915 í Noregi, d. 25. janúar 2001. Fyrrum kona hans Margrét Eiríksdóttir. Kona hans Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
4. Júlíana Matthildur Isebarn húsfreyja, afreksmaður í íþróttum, f. 20. janúar 1917 Ósló, d. 31. mars 2006. Maður hennar Ágúst Guðlaugsson.

III. Maður Sigurveigar, (7. apríl 1923, skildu 1932), var Björn Sæmundsson Brimar farandsali, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 6. nóvember 1898, d. 24. janúar 1979. Foreldrar hans voru Sæmundur Illugason bóndi á Brimnesi og í Heiðarhöfn á Langanesi, síðar trésmiður á Þórshöfn þar, f. 3. september 1875, d. 22. janúar 1962, og kona hans Kristín Guðbrandsdóttir frá Brimnesi á Langanesi, húsfreyja, verkakona, f. 1. apríl 1879, d. 28. júlí 1962.
Börn þeirra:
5. Sveinn Björnsson yfirrannsóknarlögreglumaður og listmálari í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1925, d. 28. apríl 1997.
6. Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, bjó í Hafnarfirði, f. 31. október 1926, d. 19. janúar 2015.
7. Kristín Bryndís Björnsdóttir sjúkraliði, listamaður í Reykjavík, f. 10. mars 1924, d. 10. maí 2010.
8. Elín Theodóra Björnsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík, vefari, f. 24. júlí 1928, d. 6. nóvember 2013.
9. Guðjón Knútur Björnsson læknir í Reykjavík, f. 1. maí 1930.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.