Knútur Björnsson (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðjón Knútur Björnsson.

Guðjón Knútur Björnsson frá Lukku á Strembu, læknir í Reykjavík fæddist 1. maí 1930 að Skálum á Langanesi.
Foreldrar hans voru Björn Sæmundsson Brimar frá Brimnesi á Langanesi, bóndi og útgerðarmaður á Skálum á Langanesi, síðar veiðivörður og innheimtumaður hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 6. nóvember 1898, d. 24. janúar 1979, og kona hans Sigurveig Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja, matselja, matreiðslukennari, f. 10. janúar 1887, d. 21. mars 1972.

Barn Sigurveigar og Sigfúsar M. Johnsen:
1. Baldur Garðar Johnsen læknir, f. 22. október 1910, d. 7. febrúar 2006.
Börn Sigurveigar og Hans Hermanns Wilhelms Isebarn:
2. Clara Guðrún Isebarn húsfreyja, afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 26. september 1914 í Hamborg, d. 29. október 1987. Fyrrum maður hennar Halldór Ari Björnsson.
3. Ingólfur Hans Hermann Isebarn byggingameistari, f. 14. október 1915 í Noregi, d. 25. janúar 2001. Fyrrum kona hans Margrét Eiríksdóttir. Kona hans Guðrún Ósk Sigurjónsdóttir.
4. Júlíana Matthildur Isebarn húsfreyja, afreksmaður í íþróttum, f. 20. janúar 1917 Ósló, d. 31. mars 2006. Maður hennar Ágúst Guðlaugsson.
Börn Sigurveigar og Björns Sæmundssonar:
5. Sveinn Björnsson yfirrannsóknalögreglumaður og listmálari í Hafnarfirði, f. 19. febrúar 1925, d. 28. apríl 1997.
6. Sæmundur Hörður Björnsson flugumsjónarmaður, bjó í Hafnarfirði, f. 31. október 1926, d. 19. janúar 2015.
7. Kristín Bryndís Björnsdóttir sjúkraliði, listamaður, f. 10. mars 1924, d. 10. maí 2010.
8. Elín Theodóra Björnsdóttir sjálfstæður atvinnurekandi í Reykjavík, vefari, f. 24. júlí 1928, d. 6. nóvember 2013.
9. Guðjón Knútur Björnsson læknir í Reykjavík, f. 1. maí 1930.
Barn Björns Sæmundssonar og Helgu Bæringsdóttur, f. 27. ágúst 1908, d. 24. apríl 2003:
10. Völundur Draumland Björnsson listamaður, f. 23. júlí 1936, d. 23. júlí 2012.

Knútur var með foreldrum sínum á Skálum, en þau skildu 1932. Hann flutti með móður sinni til Reykjavíkur og til Eyja 1933, síðan til Reykjavíkur 1944.
Knútur lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1951, varð cand. med. í Háskóla Íslands 1959.
Hann var héraðslæknir í Raufarhafnarhéraði febrúar til september 1963.
Knútur vann á ýmsum sjúkrahúsum hér á landi og erlendis. Hann öðlaðist almennt lækningaleyfi á Íslandi 1963, fékk sérfræðingsleyfi í lýtalækningum í maí 1967.
Knútur var sérfræðingur í lýtalækningum á Landspítalanum 1967-1970 og frá október 1973.
Hann var stundakennari í klínískum og teóretískum fræðum við læknadeild Háskóla Íslands frá 1973, var lektor í skurðlækningum við tannlæknadeild Háskóla Íslands 1986-1988.
Knútur sat í stjórn Lýtalæknafélags Íslands frá stofnun þess 1987 til 1990, var formaður þess 1995-1996.
Ritstörf: Balanitis xerotica obliterans hos barn (sérfræðingaritgerð).
Knútur eignaðist barn með Gunnhildi 1948.
Þau Anna Þóra giftu sig 1953, eignuðust fimm börn, en skildu.
Þau Kristjana voru í sambúð.

I. Barnsmóðir Knúts var Gunnhildur Njálsdóttir skrifstofumaður, sparisjóðsstjóri í Hrísey, f. 8. mars 1929 á Kambhóli í Eyjafirði, d. 19. júní 2022.
Barn þeirra:
1. Sólveig Knútsdóttir sjúkraliði á Akureyri, síðar í Reykjavík, f. 11. september 1948. Fyrrum maður hennar Már Jóhannsson. Sambúðarmaður Gísli Bragi Jóhannesson.

II. Kona Knúts, (16. maí 1953, skildu 1986), var Anna Þóra Þorláksdóttir skrifstofumaður, kennari, bókasafnsfræðingur í Reykjavík, f. 5. júní 1931 á Akureyri, d. 22. janúar 2017. Foreldrar hennar voru Þorlákur Jónsson frá Gautlöndum í Mývatnssveit, fulltrúi bæjarfógetans á Akureyri, síðar stjórnarráðsfulltrúi í Reykjavík, f. 1. september 1900, d. 26. janúar 1975, og Kona hans Sigurveig Guðný Óladóttir frá Bakka í Kelduhverfi, húsfreyja, f. 16. október 1905, d. 20. febrúar 1984.
Börn þeirra:
1. Sigurveig Knútsdóttir myndlistarkona, f. 14. ágúst 1953, d. 11. september 2015. Fyrrum maður hennar Pétur Örn Björnsson.
2. Sæmundur Knútsson viðskiptafræðingur, B.Sc.-hjúkrunarfræðingur á Selfossi, kennari, f. 1. ágúst 1954, d. 29. ágúst 2021. Fyrrum sambýliskona Elisabeth Grada Gerritsen. Fyrrum kona hans Zhi Ling Li.
3. Kári Knútsson lýtalæknir í Reykjavík, f. 22. desember 1958. Kona hans Erla Þórunn Ólafsdóttir.
4. Steinunn Knútsdóttir B.A.-guðfræðingur, og hefur M.A.-próf í leiklist, sviðslistakona, f. 23. júlí 1965. Maður hennar Eiríkur Smári Sigurðsson.
5. Björn Knútsson hefur M.A.-próf í líffræði, f. 30. desember 1971. Kona hans Sigrún Þorgilsdóttir.

III. Kona Knúts er Jóhanna Kristjana Ellertsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur, deildarstjóri, f. 31. desember 1948. Foreldrar hennar Kristján Ellert Kristjánsson verkstjóri í Hafnarfirði, f. 9. desember 1930, d. 30. nóvember 1985, og kona hans Jóhanna Erna Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 10. júlí 1929, d. 31. ágúst 2004.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 2017. Minning Önnu Þóru.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.