Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. desember 2022 kl. 12:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. desember 2022 kl. 12:17 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir frá Happastöðum við Hvítingaveg 12, húsfreyja, talsímakona fæddist þar 23. júlí 1939.
Foreldrar hennar voru Gunnar Kristberg Sigurðsson frá Seyðisfirði, sjómaður, vélstjóri, málarameistari, f. þar 9. ágúst 1914, d. 7. maí 1996, og kona hans Sigurbjörg Sóley Böðvarsdóttir frá Bólstað í Mýrdal, húsfreyja, f. 23. október 1913, d. 11. apríl 2007.

Barn Sigurbjargar og Gunnars:
1. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir talsímakona, húsfreyja, f. 23. júlí 1939 á Happastöðum. Barnsfaðir hennar Þorvaldur Ragnar Lárusson. Maður hennar Jón Valgarð Guðjónsson.
Barn Sigurbjargar og Páls Valdasonar:
2. Kjartan Hreinn Pálsson, f. 24. janúar 1938 á Bólstað í Mýrdal, síðast á Selfossi, d. 2. apríl 1977. Kona hans Halldóra Valgerður Jóhannsdóttir.

Guðlaug var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1955.
Guðlaug varð talsímakona hjá Símanum. Hún eignaðist barn með Þorvaldi Ragnari 1956.
Þau Jón Valgarð giftu sig 1959, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu á Heiðarvegi 25 1960, á Bárustíg 6 1962, Heiðarvegi 53 1964 og við Gos 1973, síðast á Happastöðum við Hvítingaveg 12.
Jón Valgarð lést 2005.
Guðlaug býr við Smáragötu.

I. Barnsfaðir Guðlaugar var Þorvaldur Ragnar Lárusson sjómaður, f. 11. september 1934, d. 13. júlí 2005.
Barn þeirra:
1. Ásdís Þorvaldsdóttir, f. 6. maí 1956 að Hvítingavegi 12. Maður hennar Arnfinnur V. Hansen.

II. Maður Guðlaugar, (6. júní 1959), var Jón Valgarð Guðjónsson stýrimaður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 8. október 1931, d. 28. nóvember 2005.
Börn þeirra:
2. Marta Jónsdóttir starfsmaður á leikskóla, f. 1. febrúar 1959 á Hvítingavegi 12. Maður hennar Gústaf Ólafur Guðmundsson.
3. Gunnar Jónsson, f. 10. ágúst 1960, d. 23. maí 1970.
4. Guðjón Valur Jónsson, f. 2. október 1962 að Bárugötu 6, d. 26. mars 1963.
5. Sigurbjörg Jónsdóttir kennari í Eyjum, f. 18. nóvember 1964. Maður hennar Gunnar Þór Friðriksson.
6. Valgarð Jónsson sjómaður, f. 10. september 1969. Kona hans Ólöf Eirný Kristínardóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.