Svava Guðnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 19:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. nóvember 2022 kl. 19:50 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Guðbjörg Svava Guðnadóttir. '''Guðbjörg Svava Guðnadóttir''' frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka, húsfreyja fæddist þar 5. mars 1917 og lést 23. nóvember 2003 á Hjúkrunarheimilinu í Víðinesi.<br> Foreldrar hennar voru Guðni Sigurðsson verkamaður, f. 5. september 1890 í Árkvörn í Fljótshlíð, d. 16. janúar 1975, og kona hans Andrea Guðbjörg Andrésdóttir frá Eyrar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Svava Guðnadóttir.

Guðbjörg Svava Guðnadóttir frá Skúmsstöðum á Eyrarbakka, húsfreyja fæddist þar 5. mars 1917 og lést 23. nóvember 2003 á Hjúkrunarheimilinu í Víðinesi.
Foreldrar hennar voru Guðni Sigurðsson verkamaður, f. 5. september 1890 í Árkvörn í Fljótshlíð, d. 16. janúar 1975, og kona hans Andrea Guðbjörg Andrésdóttir frá Eyrarbakka, f. 27. nóvember 1891, d. 18. janúar 1954.

Börn Andreu og Guðna:
1. Guðbjörg Svava Guðnadóttir húsfreyja, f. 5. mars 1917, d. 23. nóvember 2003.
2. Andrés Óskar Guðnason verkamaður, f. 9. september 1920, d. 30. júní 1986.
3. Sigurdór Rafn Guðnason verkamaður, f. 2. ágúst 1923, d. 2. nóvember 1944.

Svava var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1926 úr Rangárvallasýslu, bjó með þeim á Hásteinsvegi 15A 1930, síðar í Skálanesi við Vesturveg 13A.
Þau fluttu í Mosfellssveit 1940.
Þau Kristinn giftu sig, eignuðust þrjú börn, bjuggu á Melstað í Mosfellssveit.
Kristinn lést 1982.
Svava bjó á dvalarheimilinu á Hlaðhömrum, en dvaldi síðast í Víðinesi.
Hún lést 2003.

I. Maður Svövu var Kristinn Rögnvaldsson blikksmiður, bóndi, f. 1. nóvember 1917, d. 13. júní 1982. Foreldrar hans voru Rögnvaldur Jónsson, f. 18. ágúst 1879 í Selárdalssókn. Barð, d. 20. nóvember 1918, og Sigríður Oddný Níelsdóttir húsfreyja, f. 24. nóvember 1885 í Garðasókn, Gull. og Kjósars., d. 1. nóvember 1951.
Börn þeirra:
1. Sigurdóra Kristinsdóttir, f. 26. september 1944. Maður hennar Hrólfur Ingimundarson.
2. Þorsteinn Sigurður Kristinsson, f. 19. október 1956. Fyrrum kona hans Karólína Árnadóttir.
3. Guðmundur Börkur Kristinsson, f. 14. ágúst 1959. Kona hans Kristín Jónsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.