Guðni Sigurðsson (verkamaður)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðni Sigurðsson verkamaður fæddist 5. september 1890 í Árkvörn í Fljótshlíð og lést 16. janúar 1975.
Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason, þá vinnumaður í Árkvörn, síðar bóndi í Litla-Kollabæ í Fljótshlíð, f. 21. mars 1864, d. 12. mars 1942, og barnsmóðir hans Halldóra Sveinsdóttir vinnukona, síðar húsfreyja í Litla-Kollabæ, f. 10. nóvember 1863, d. 12. mars 1920.

Guðni var tökubarn í Sauðhústúni í Fljótshlíð 1890, snúningspiltur á Velli í Breiðabólstaðarsókn 1901, vinnumaður á Vestri-Kirkjubæ í Keldnasókn, Rang. 1910, búandi sjómaður, í símavinnu í Garðhúsi á Eyrarbakka 1920.
Þau Andrea giftu sig 1916, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Garðhúsi á Eyrarbakka 1920, fluttu til Eyja 1926. Þau bjuggu við Hásteinsveg 15A 1930, síðar í Skálanesi við Vesturveg 13A.
Þau fluttu í Mosfellssveit 1940, bjuggu þar á Melstað.
Andrea lést 1954 og Guðni 1975.

I. Kona Guðna, (1916), var Andrea Guðbjörg Andrésdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. þar 27. nóvember 1891, d. 18. janúar 1954.
Börn þeirra:
1. Guðbjörg Svava Guðnadóttir húsfreyja, f. 5. mars 1917, d. 23. nóvember 2003.
2. Andrés Óskar Guðnason verkamaður, f. 9. september 1920, síðast í Gili í Mosfellsbæ, d. 30. júní 1986.
3. Sigurdór Rafn Guðnason verkamaður, f. 2. ágúst 1923, d. 2. nóvember 1944.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.