Henry Ágúst Erlendsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. nóvember 2022 kl. 11:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. nóvember 2022 kl. 11:07 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Henrý Ágúst Åberg Erlendsson.

Henry Ágúst Åberg Erlendsson ketil- og plötusmiður fæddist 15. nóvember 1946 á Jaðri við Vestmannabraut 6 og lést 8. desember 2018 á sjúkrahúsi á Spáni.
Foreldrar hans voru Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmiður, f. 23. nóvember 1919, d. 28. desember 2000, og kona hans Helga Åberg, húsfreyja, f. 10. október 1925 í Kaupmannahöfn, d. 22. nóvember 2005.

Börn Helgu og Erlendar:
1. Henry Ágúst Erlendsson plötu- og ketilsmiður, bifreiðastjóri í Eyjum, verktaki, f. 15. nóvember 1946. Kona hans Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja.
2. Jónasína Þóra Erlendsdóttir, f. 14. desember 1947, d. 25. janúar 1948.
3. Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði, f. 13. júní 1950, d. 20. júlí 2013. Maður hennar var Eiríkur Þorleifsson skipstjóri.

Henry var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar ganfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lærði járn og plötusmíði.
Henry var í sjálfstæðum rekstri megin hluta starfsævi sinnar og bifreiðastjóri. Hann var í ferðamannaflutningum í Eyjum, var einn af eigendum HSH flutninga. Þau Þóra ráku Verslunina Þinghól við Kirkjuveg. Henry var einn af stofnendum Hljómsveitarinnar Logar.
Þau Þóra Sigríður giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hrauntúni 2, síðar að Brimhólabraut 25.
Henrý lést 2018.

I. Kona Henrys Ágústs, (19. nóvember 1967), er Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 27. september 1948.
Börn þeirra:
1. Sveinn Henrysson í Reykjavík, vöruflutningamaður, einn af eigendum Vaðvíkur ehf., f. 25. febrúar 1968. Barnsmóðir hans Fanney Herdís Magnúsdóttir. Kona hans Kristi Jo Kristinsson.
2. Helga Åberg Henrysdóttir húsfreyja, f. 7. október 1970. Maður hennar Ólafur Gunnarsson.
3. Arnþór Henrysson í Reykjavík, vöruflutningamaður, einn af eigendum Vaðvíkur ehf, f. 10. maí 1976. Barnsmóðir hans Nancy Lyn Jóhannsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.