Helga Åberg
Helga Henriette Åberg húsfreyja, ritari að Brimhólabraut 7 fæddist 10. október 1925 í Kaupmannahöfn og lést 22. nóvember 2005.
Foreldrar hennar voru Henry August Åberg af dönskum og sænskum ættum, rafvirkjameistari, f. 3. október 1900, d. 10. maí 1946 og Nanna Jónbjörg Jónsdóttir Åberg, síðar Magnússon, húsfreyja, kjólameistari, f. 6. nóvember 1898, d. 10. jan. 1970. Foreldrar Nönnu voru Jón Bjarnason frá Hörgsdal á Síðu, trésmiður, f. 7. sept.1872, d. 11. júlí 1932, og Regína Magdalena Filippusdóttir frá Kálfafellskoti í Fljótshverfi, húsfreyja, ljósmóðir, f. 8. október 1877, d. 22. maí 1965.
Systir Helgu:
1. Ellen-Margrethe Åberg Snorrason, f. 21. október 1928, d. 26. febrúar 2023.
Helga lauk námi í Kvennaskólanum í Reykjavík og hóf nám í Hjúkrunarskóla Íslands. Hún kom á Sjúkrahúsið í Eyjum til þjálfunar á námstímanum.
Þau Erlendur giftu sig 1946 og eignuðust þrjú börn, en misstu eitt þeirra nokkurra vikna gamalt.
Þau byggðu húsið að Brimhólabraut 7 og bjuggu þar til 1975 að undanteknu gosárinu.
Til Reykjavíkur fluttust þau 1975 og bjuggu á Álftamýri 54.
Erlendur lést 2000 og Helga 2003.
I. Maður Helgu, (14. júlí 1946), var Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmíðameistari, f. 23. nóvember 1919, d. 28. desember 2000.
Börn þeirra:
1. Henry Ágúst Erlendsson plötu- og ketilsmiður, bifreiðastjóri í Eyjum, verktaki, f. 15. nóvember 1946. Kona hans Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja.
2. Jónasína Þóra Erlendsdóttir, f. 14. desember 1947, d. 25. janúar 1948.
3. Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði, f. 13. júní 1950, d. 20. júlí 2013. Maður hennar var Eiríkur Þorleifsson skipstjóri.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 2. desember 2005. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.