Þóra Erlendsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jónasína Þóra Erlendsdóttir.

Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja, danskennari fæddist 13. júní 1950 að Brimhólanbraut 7 og lést 20. júlí 2013.
Foreldrar hennar voru Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmiður, f. 23. nóvember 1919, d. 28. desember 2000, og kona hans Helga Åberg, húsfreyja, f. 10. október 1925 í Kaupmannahöfn, d. 22. nóvember 2005.

Börn Helgu og Erlendar:
1. Henry Ágúst Erlendsson plötu- og ketilsmiður, bifreiðastjóri í Eyjum, verktaki, f. 15. nóvember 1946. Kona hans Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja.
2. Jónasína Þóra Erlendsdóttir, f. 14. desember 1947, d. 25. janúar 1948.
3. Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði, f. 13. júní 1950, d. 20. júlí 2013. Maður hennar var Eiríkur Þorleifsson skipstjóri.

Þóra var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum, lærði danskennslu að hluta hjá Heiðari Ástvaldssyni.
Þóra kenndi dans af og til, vann beitningarstörf og störf við net. Við Gosið 1973 gerðu þau út frá Suðureyri í Súgandafirði í nokkra mánuði, fluttu til Hafnar í Hornafirði, gerðu þar í fyrstu út Gullfaxa SF 11 og síðar Þóri SF 77. Frá 1986 til 1997 gerðu þau út trillurnar Fríðu og Fáfni. Þau fluttu til Hafnarfjarðar 1997.
Þau Eiríkur giftu sig 1971, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Brimhólabraut 7 í Eyjum, á Suðureyri í Súgandafirði, á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði.
Þóra lést 2013.

I. Maður Þóru, (29. maí 1971), er Eiríkur Þorleifsson skipstjóri, útgerðarmaður, f. 28. júlí 1950.
Barn þeirra:
1. Erlendur Eiríksson málarameistari, knattspyrnudómari, f. 4. febrúar 1971. Fyrrum kona hans Aldís St. Motensen Pålsøgard. Fyrrum kona hans Margrét Jósefsdóttir. Sambúðarkona hans Karólína Valdís Svansdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.