Ásta Ólafsdóttir (Eyrarbakka)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 8. nóvember 2022 kl. 17:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 8. nóvember 2022 kl. 17:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Ásta Ólafsdóttir (Eyrarbakka)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Ásta Ólafsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja fæddist 18. júlí 1936 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Ólafur Þórðarson rafvirkjameistari, sjómaður, f. 30. janúar 1911, d. 1. janúar 1996, og fyrri kona hans Jóna Pálsdóttir húsfreyja, f. 24. júlí 1913, d. 27. október 1942.
Fósturforeldrar Ástu voru systkinin frá Gunnarshúsi á Eyrarbakka, þau Jón Kristinn Gunnarsson trésmiður, f. 3. júní 1883, d. 10. ágúst 1961, og Ásta Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 17. maí 1891, d. 4. ágúst 1963.

Börn Ólafs og Jónu:
1. Þuríður Ólafsdóttir, f. 19. febrúar 1935.
2. Ásta Ólafsdóttir, f. 18. júlí 1936.
Barn Jónu Pálsdóttur:
3. Sverrir Gíslason, f. 14. október 1931, d. 8. febrúar 2015.
Börn Ólafs og Svölu Johnsen í Suðurgarði:
1. Árni Óli Ólafsson, f. 24. mars 1945, d. 29. maí 2021.
2. Jóna Ólafsdóttir, f. 21. desember 1946, d. 29. nóvember 2008.
3. Margrét Marta Ólafsdóttir, f. 9. nóvember 1960.

Ásta fluttist með móður sinni til Eyrarbakka og var skírð þar, fór í fóstur til Ástu og Jóns Kristins nýfædd og ólst þar upp.
Hún flutti til Eyja 1956, vann við ræstingar hjá Bænum, síðar vann hún í Hraunbúðum. Eftir flutning til Lands vann hún á Elliheimilinu Grund og hjá íbúðum aldraðra í Furugerði 1.
Þau Eyjólfur giftu sig 1958, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu við Brekasíg 33, síðan á Strembugötu 20, fluttu til Reykjavíkur 1997.
Eyjólfur lést 1998.
Ásta býr í Lækjarsmára í Kópavogi.

I. Maður Ástu, (13. desember 1958), var Eyjólfur Pálsson skólastjóri, f. 20. maí 1932, d. 29. október 1998.
Börn þeirra:
1. Ingibjörg Eyjólfsdóttir kennari á Akureyri, f. 1. október 1957. Maður hennar Örn Þórðarson byggingameistari.
2. Páll Eyjólfsson tónlistarmaður, f. 27. mars 1966.
3. Stefán Ólafur Eyjólfsson matreiðslumaður í Innri-Njarðvík, f. 2. apríl 1970. Fyrrum sambúðarkona hans Helga Jóna Sigurðardóttir. Sambúðarkona hans Jóhanna Elísabet Ólafsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.