Jónína Þóra Kristmanns

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2022 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2022 kl. 16:17 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jónína Þóra Kristmanns. '''Jónína Þóra Kristmanns''' frá Steinholti við Kirkjuveg 9a, síðar í Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, húsfreyja í Bandaríkjunum fæddist 1. október 1934 og lést 27. júní 2022 í Lake Wylie í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.<br> Foreldrar hennar voru Ingi Kristmanns frá Garðsstöðum , bankamaður,...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jónína Þóra Kristmanns.

Jónína Þóra Kristmanns frá Steinholti við Kirkjuveg 9a, síðar í Knarrarhöfn við Fífilgötu 8, húsfreyja í Bandaríkjunum fæddist 1. október 1934 og lést 27. júní 2022 í Lake Wylie í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum.
Foreldrar hennar voru Ingi Kristmanns frá Garðsstöðum , bankamaður, f. 13. nóvember 1905, d. 31. desember 1974, og kona hans Sigríður Þorgilsdóttir frá Knarrarhöfn í Dalasýslu, húsfreyja, f. þar 7. júlí 1904, d. 12. maí 1991.

Börn Sigríðar og Ingibergs (Inga):
1. Kristján Ágúst Kristmanns, f. 17. febrúar 1931 í Steinholti, d. 7. júní 2017. Kona hans var Jónína Erna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1933, d. 20. maí 2017.
2. Jónína Þóra Kristmanns, f. 1. október 1934 í Steinholti, d. 27. júní 2022. Hún fluttist til Bandaríkjanna, bjó í S-Carolina. Maður hennar Jimmy Jones.
3. Unnur Dóra Kristmanns, f. 1. október 1934 í Steinholti. Hún fluttist til Bandaríkjanna. Maður hennar var John Nelson. Þau áttu 3 dætur.
4. Þorgils Agnar Ingibergsson Kristmanns, f. 25. október 1941. Hann býr í Skotlandi. Kona hans, (1966 í Glasgow í Skotlandi), var Anne Christine Kristmanns, fædd Dunleavey 1941, d. 2002.

Jónína var með foreldrum sínum í æsku, í Steinholti, í Knarrarhöfn og flutti með þeim til Reykjavíkur 1946, bjó við Víðimel.
Þau Jimmy Jones giftu sig 1958 í New York, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Lake Wylie í Suður-Karólínu.
Jónína lést 2022.

I. Maður Jónínu,(1958), er Jimmy Jones olíuverkfræðingur frá Arkansas.
Börn þeirra:
1. Eric Jones.
2. John Jones.
3. Ingrid Alice Jones.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.