Ágúst Kristmanns

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Kristján Ágúst Kristmanns.

Kristján Ágúst Kristmanns frá Steinholti við Kirkjuveg 9a, kaupmaður, heildsali fæddist þar 17. febrúar 1931 og lést 7. júní 2017 á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ.
Foreldrar hans voru Ingi Kristmanns frá Garðsstöðum , bankamaður, f. 13. nóvember 1905, d. 31. desember 1974, og kona hans Sigríður Þorgilsdóttir frá Knarrarhöfn í Dalasýslu, húsfreyja, f. þar 7. júlí 1904, d. 12. maí 1991.

Börn Sigríðar og Ingibergs (Inga):
1. Kristján Ágúst Kristmanns, f. 17. febrúar 1931 í Steinholti, d. 7. júní 2017. Kona hans var Jónína Erna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1933, d. 20. maí 2017.
2. Jónína Þóra Kristmanns, f. 1. október 1934 í Steinholti, d. 27. júní 2022. Hún fluttist til Bandaríkjanna, bjó í S-Carolina. Maður hennar Jimmy Jones. Þau áttu 3 börn.
3. Unnur Dóra Kristmanns, f. 1. október 1934 í Steinholti. Hún fluttist til Bandaríkjanna. Maður hennar var John Nelson. Þau áttu 3 dætur.
4. Þorgils Agnar Ingibergsson Kristmanns, f. 25. október 1941. Hann býr í Skotlandi. Kona hans, (1966 í Glasgow í Skotlandi), var Anne Christine Kristmanns, fædd Dunleavey 1941, d. 2002.

Ágúst var með foreldrum sínum í Steinholti og Knarrarhöfn við Fífilgötu 8 og flutti til Reykjavíkur 1946.
Hann lauk verslunarskólaprófi í Verslunarskóla Íslands.
Ágúst vann hjá heildverslun Ásbjörns Ólafssonar, stofnaði síðar eigið fyrirtæki Snyrtivörur hf., flutti inn snyrtivörur, rak prjónastofu, stofnaði stærstu og fyrstu snyrtistofu landsins að franskri fyrirmynd á Laugavegi. Síðan stofnaði hann heildverslunina Borg og var einn af stofnendum og frumbyggjum í Sundaborg í Reykjavík.
Þau Jónína Erna giftu sig 1952, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í Garðabæ.
Ágúst eignaðist barn með Jónínu Valgerði Sigurðardóttur 1968.

I. Kona Ágústs, (15. júní 1952), var Jónína Erna Guðlaugsdóttir húsfreyja, f. 15. nóvember 1933, d. 20. maí 2017. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Asberg Magnússon gullsmiður, hljóðfæraleikari, f. 15. desember 1902, d. 13. nóvember 1952, og kona hans Valgerður María Júlíana Hermannsdóttir húsfreyja, f. 4. september 1905, d. 15. maí 2001.
Börn þeirra:
1. Ingi Kristmanns, f. 16. nóvember 1951. Barnsmóðir hans Maríanna Heiða Haraldsdóttir. Kona hans Hrefna Þórarinsdóttir.
2. María Sigurlaug Kristmanns, f. 26. júní 1954. Fyrrum maður hennar Atli Már Jósafatsson.
3. Guðlaugur Kristmanns, f. 28. júlí 1957. Barnsmóðir Auður Pétursdóttir. Kona hans Eva Garðarsdóttir.
4. Sigríður Kristmanns, f. 7. nóvember 1958, d. 5. ágúst 2022. Fyrrum maður hennar Benedikt Torfason. Fyrrum sambúðarmaður Aðalsteinn Haraldsson. Maður hennar Óttar Rögnvaldsson.

II. Barnsmóðir Ágústs er Jónína Valgerður Sigurðardóttir, f. 18. október 1945.
Barn þeirra:
5. Berglind Ágústsdóttir, f. 10. ágúst 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.