Helga Jóhannesdóttir (hjúkrunarfræðingur)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 28. september 2022 kl. 19:29 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 28. september 2022 kl. 19:29 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Helga Jóhannesdóttir.

Helga Jóhannesdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur fæddist 9. október 1907 á Sölvhól í Reykjavík og lést 4. nóvember 1993.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Kristinsson sjómaður í Reykjavík, f. 31. júlí 1882, d. 14. mars 1913 og Vilborg Steingrímsdóttir húsfreyja, f. 13. nóvember 1882, d. 9. apríl 1926.

Helga var í Kvennaskólanum í Reykjavík 1922-1925, lauk Hjúkrunarskóla Íslands í maí 1935.
Hún var hjúkrunarfræðingur við Sundby Hospital í Kaupmannahöfn 1. júní 1935 til 1. nóvember 1935, við Sjúkrahúsið í Eyjum 15. nóvember 1935 til 1. nóvember 1936, við Sjúkrahús Sólheima og Heilsuhælið að Reykjum í Ölfusi 1. febrúar 1937 til 15. september 1937, Sjúkrahús Hvítabandsins 1. október til 1. nóvember 1938, Sjúkrahúsið í Eyjum 15. nóvember 1938 til 1. nóvember 1939, deildarstjóri þar frá 1. júní 1962 til 1974, afleysingar þar 1974-1980.
Þau Kristinn giftu sig 1939, eignuðust sjö börn, en misstu tvö þeirra á fyrsta ári þeirra.
Þau bjuggu á Þingvöllum í fyrstu, voru í Godthaab 1943, komin á Heiðarvegi 34 1945 og bjuggu þar síðan. Kristinn lést 1984 og Helga 1993.

I. Maður Helgu, (23. september 1939), var Kristinn Magnússon frá Sólvangi, skipstjóri, verslunarstjóri, f. 5. maí 1908, d. 5. október 1984.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 10. desember 1936, d. 18. maí 1937.
2. Ólafur Magnús Kristinsson sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, f. 2. desember 1939 á Þingvöllum, d. 4. janúar 2018. Kona hans Inga Þórarinsdóttir.
3. Theodóra Þuríður Kristinsdóttir húsfreyja, sagnfræðingur, f. 11. nóvember 1940 á Þingvöllum, d. 4. mars 2006. Maður hennar Daníel J. Kjartansson.
4. Vilborg Hanna Kristinsdóttir, f. 28. mars 1942, d. 26. júlí 1942.
5. Jóhannes Kristinsson sjómaður, skipstjóri f. 11. maí 1943 í Godthaab, d. 14. júlí 1990. Kona hans Geirrún Tómasdóttir.
6. Helgi Kristinsson sjómaður, stýrimaður, f. 12. nóvember 1945 á Heiðarvegi 34, drukknaði 5. nóvember 1968. Barnsmóðir hans er Valgerd Bagley Eiríksson.
7. Guðrún Helga Kristinsdóttir kennari, f. 22. maí 1948 á Heiðarvegi 34. Maður hennar Bjarni Gunnarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.