Inga Þórarinsdóttir (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Inga Þórarinsdóttir.

Inga Þórarinsdóttir húsfreyja, kennari fæddist 14. nóvember 1946 á Seyðisfirði.
Foreldrar hennar voru Þórarinn Guðlaugur Eyvindsson skrifstofumaður, f. 11. október 1925, d. 26. nóvember 1976, og Sigfríð Hallgrímsdóttir, f. 14. júní 1927, d. 1. febrúar 2021.
Kjörforeldrar hennar voru Guðlaugur Óskar Stefánsson bankamaður, forstjóri, stórkaupmaður, f. 12. ágúst 1916, d. 22. júlí 1989, og kona hans Guðný Laufey Eyvindsdóttir húsfreyja, f. 19. desember 1917, d. 1. desember 1987.

Inga var mepð kjörforeldrum sínum í æsku, á Fífilgötu 5 og Helgafellsbraut 21.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1962, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum á Akureyri 1966 og kennaraprófi 1968.
Inga var kennari við Barnaskólann 1968-1972, 1976-1978 og 1979-1981, við Hamarsskólann 1981-1984, við Barnaskólann 1986 til starfsloka 71 árs.
Þau Ólafur giftu sig 1971, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Bröttugötu 11 1971, á Sóleyjargötu til Goss 1973, síðar á Heiðarvegi 34, en að lokum við Höfðaveg 39.
Ólafur lést 2018.

I. Maður Ingu, (16. október 1971), var Ólafur M. Kristinsson sjómaður, skipstjóri, hafnarstjóri, f. 2. desember 1939, d. 4. janúar 2018.
Börn þeirra:
1. Helga Ólafsdóttir húsfreyja, öryrki, f. 20. ágúst 1970. Fyrrum sambúðarmaður hennar Örn Guðmundsson.
2. Lilja Ólafsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 17. febrúar 1972. Maður hennar Gunnar Sigurðsson.
3. Guðlaugur Ólafsson verkfræðingur, f. 27. október 1973. Sambúðarkona hans Kristín Sigurðardóttir.
4. Kristinn Ólafsson líffræðingur, var við doktorsnám, f. 10. febrúar 1978, d. 22. mars 2017. Kona hans Margrét A. Jónsdóttir.
5. Hildur Ólafsdóttir sagnfræðingur, starfsmaður við erfðarannsóknir, f. 29. september 1984. Barnsfaðir hennar Guðni Guðjónsson. Sambúðarmaður hennar Gregory John Dixon.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.