Henry Ágúst Erlendsson
Henrý Ágúst Åberg Erlendsson ketil- og plötusmiður fæddist 15. nóvember 1946 á Jaðri við Vestmannabraut 6 og lést 8. desember 2018 á sjúkrahúsi á Spáni.
Foreldrar hans voru Erlendur Hvannberg Eyjólfsson frá Jaðri, járnsmiður, f. 23. nóvember 1919, d. 28. desember 2000, og kona hans Helga Åberg, húsfreyja, f. 10. október 1925 í Kaupmannahöfn, d. 22. nóvember 2005.
Börn Helgu og Erlendar:
1. Henry Ágúst Erlendsson plötu- og ketilsmiður, bifreiðastjóri í Eyjum, verktaki, f. 15. nóvember 1946. Kona hans Þóra Sigríður Sveinsdóttir húsfreyja.
2. Jónasína Þóra Erlendsdóttir, f. 14. desember 1947, d. 25. janúar 1948.
3. Jónasína Þóra Erlendsdóttir húsfreyja á Höfn í Hornafirði og í Hafnarfirði, f. 13. júní 1950, d. 20. júlí 2013. Maður hennar var Eiríkur Þorleifsson skipstjóri.
Henrý var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar ganfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1963, lærði járn og plötusmíði.
Henrý var í sjálfstæðum rekstri megin hluta starfsævi sinnar og bifreiðastjóri. Hann var einn af stofnendum Hljómsveitarinnar Logar.
Þau Þóra Sigríður giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Hrauntúni 2, síðar að Brimhólabraut 25.
Henrý lést 2018.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 27. desember 2018. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.