Helga Ágústsdóttir (Helli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. september 2022 kl. 15:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. september 2022 kl. 15:33 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Viglundur færði Guðrún ''Helga'' Ágústsdóttir (Helli) á Helga Ágústsdóttir (Helli))
Fara í flakk Fara í leit

Guðrún Helga Ágústsdóttir frá Helli við Vestmannabraut 13b, húsfreyja fæddist 18. september 1944 og lést 31. júlí 2022 á Strikinu í Garðabæ.
Foreldrar hennar voru Ágúst Eiríksson Hannesson frá Hvoli við Urðaveg, húsgagnasmiður, f. 2. ágúst 1927, fórst með flugvélinni Glitfaxa 31. janúar 1951, og unnusta hans Oddný Guðrún Sigurðardóttir frá Helli, síðar húsfreyja í Hafnarfirði, f. 28. ágúst 1927, d. 5. nóvember 1878.

Börn Oddnýjar og Ágústs:
1. Guðrún Helga Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. september 1944 í Helli, d. 31. júlí 2022. Maður hennar Stefán Sigurðsson.
2. Magnúsína Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 19. mars 1946 í Helli. Maður hennar Kristján Gunnar Ólafsson.
3. Oktavía Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, snyrtifræðingur, f. 13. júní 1947 í Helli. Maður hennar Karl Kristensen.
4. Stúlka, f. 13. maí 1951 á sjúkrahúsinu í Eyjum, d. 20. júní 1951.

Helga var með foreldrum sínum, en faðir hennar lést, er hún var á sjöunda árinu. Hún var með móður sinni og móðurmóður sinni Oktavíu Guðmundsdóttur.
Hún varð 3. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1960.
Helga var afgreiðslumaður 1964, vann ýmis þjónustustörf, m.a. á Landakoti í Reykjavík í tvö ár, en lengst af vann hún í Laugavegsapóteki þar.
Hún eignaðist barn með Guðfinni 1964.
Þau Stefán giftu sig 1967, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Helli í Eyjum, í Hafnarfirði og aftur í Eyjum 1973, en fluttu í Hafnarfjörð 1980, bjuggu á Hvammabraut 10 nema um eins og hálfs árs skeið, er þau bjuggu á Patreksfirði, þar sem Stefán var skipstjóri á togaranum Patreki.
Hún bjó síðast á Strikinu 8 í Garðabæ.
Guðrún Helga lést 2022.

I. Barnsfaðir Guðrúnar Helgu var Guðfinnur Georg Sigurvinsson úr Reykjavík, sjómaður, f. 9. ágúst 1945, d. 15. desember 2017.
Barn þeirra:
1. Hafdís Wiborg Guðfinnsdóttir, f. 26. október 1964, d. 7. mars 1981.

II. Maður Guðrúnar Helgu, (13. maí 1967), er Stefán Þórólfur Sigurðsson frá Dalvík, skipstjóri, bifreiðastjóri f. 17. febrúar 1942.
Börn þeirra:
2. Aldís Harpa Stefánsdóttir leikskólastjóri, f. 8. október 1967 í Eyjum. Fyrrum maður hennar Ásberg Magnússon.
3. Ásgeir Örvar Stefánsson verslunarmaður, f. 19. janúar 1976 í Eyjum. Kona hans Dagbjört Ómarsdóttir.
4. Oddný Guðrún Stefánsdóttir eigandi hárgreiðslustofunnar Mohair í Kópavogi, f. 2. ágúst 1980 í Reykjavík. Sambúðarmaður hennar Valdimar Þór Ólafsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.