Fjóla Ágústsdóttir (Rauðafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 11:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 17. júlí 2022 kl. 11:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Fjóla Ágústsdóttir''' frá Rauðafelli við Vestmannabraut 56b, húsfreyja fæddist þar 22. janúar 1927.<br> Foreldrar hennar voru Kristmann ''Ágúst'' Runólfsson frá Ytri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, sjómaður, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1889, d. 30. nóvember 1966, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 4....)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Fjóla Ágústsdóttir frá Rauðafelli við Vestmannabraut 56b, húsfreyja fæddist þar 22. janúar 1927.
Foreldrar hennar voru Kristmann Ágúst Runólfsson frá Ytri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, sjómaður, útgerðarmaður, f. 28. ágúst 1889, d. 30. nóvember 1966, og kona hans Þórunn Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, húsfreyja, f. þar 4. janúar 1893, d. 11. nóvember 1964.

Fjóla var með foreldrum sínum í æsku.
Hún eignaðist barn með Einari 1945.
Fjóla flutti til lands, giftist Sigurkarli Fanndal. Þau eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Kópavogi.
Sigurkarl Fanndal lést 1997.

I. Barnsfaðir Fjólu var Einar Ingvarsson frá Berjanesi í V.-Landeyjum, f. 22. ágúst 1922, d. 13. apríl 1999.
Barn þeirra:
1. Kristmann Þór Einarsson húsasmíðameistari, f. 5. janúar 1945, d. 23. maí 2022 á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

II. Maður Fjólu, (23. desember 1952), var Sigurkarl Fanndal Torfason skrifstofustjóri, síðar fjármálastjóri Olíufélagsins hf., f. 23. maí 1924 í Hvítadal í Saurbæ í Dalas., d. 24. janúar 1997. Foreldrar hans voru Sigurður Torfi Sigurðsson frá Bæ á Fellsströnd, Dalas., bóndi, f. 7. febrúar 1896, d. 9. maí 1972, og kona hans Guðrún Valfríður Sigurðardóttir frá Stóra-Fjarðarhorni í Strandas., húsfreyja, f. 19. júní 1897, d. 17. febrúar 1981.
Börn þeirra:
2. Rúnar Sigurkarlsson framkvæmdastjóri Yggdrasils ehf., f. 13. júlí 1952. Kona hans Hildur Guðmundsdóttir.
3. Sigríður Alda Sigurkarlsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 27. október 1954. Sambúðarmaður Jón Hjaltason.
4. Erla Sigurkarlsdóttir skrifstofumaður, ógift, f. 3. nóvember 1967.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.