Þórunn Guðmundsdóttir (Rauðafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þórunn Guðmundsdóttir frá Núpi í Fljótshlíð, húsfreyja fæddist þar 4. janúar 1893 og lést 11. nóvember 1964.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Magnússon frá Núpi, bóndi, f. 23. desember 1840, d. 23. febrúar 1923, og kona hans Þuríður Sigurðardóttir frá Torfastöðum í Fljótshlíð, húsfreyja, f. 28. október 1854 í Stórólfshvolssókn, d. 14. ágúst 1923.

Þórunn var tökubarn á Strandarhöfði í V.-Landeyjum 1901, vinnukona þar 1910.
Hún flutti til Eyja 1918.
Þau Ágúst giftu sig 1920, eignuðust fjögur börn, en misstu síðasta barnið á fyrsta ári þess. Þau bjuggu í Laugardal við Vesturveg 5b 1920, á Rauðafelli við Vestmannabraut 58b 1930 og enn 1945.
Þau bjuggu síðast í Reykjavík, á Barónsstíg 63.
Þórunn lést 1964 og Ágúst 1966.

Maður Þórunnar, (19. maí 1918), var Kristmann Ágúst Runólfsson frá Ytri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd, sjómaður, útgerðarmaður, f. þar 28. ágúst 1889, d. 30. nóvember 1966.
Börn þeirra:
1. Þuríður Guðmunda Ágústsdóttir, f. 19. október 1920 í Laugardal, síðast í Reykjavík, d. 16. október 1976.
2. Sigurður Ágústsson rakari í Reykjavík, f. 9. júlí 1923 á Rauðafelli, d. 30. júlí 1981.
3. Fjóla Ágústsdóttir húsfreyja, f. 22. janúar 1927 á Rauðafelli, síðar á Mánabraut 14 í Kópavogi.
4. Sigríður Alda Ágústsdóttir, f. 9. apríl 1932 á Rauðafelli, d. 26. júní 1932.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.