Björn B. Johnsen (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. júlí 2022 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. júlí 2022 kl. 17:15 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Björn Baldurs Baldursson Johnsen. '''Björn Baldurs Baldursson Johnsen''' læknir fæddist 23. september 1936 í Reykjavík og lést 18. janúar 2018.<br> Foreldrar hans voru Baldur Garðar Sigfússon Johnsen læknir, f. 24. október 1910, d. 7. febrúar 2006, og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen húsfreyja, söngkennari, konsertsöngkona, f. 28. október 1908, d. 8. október 1996. Börn Jóh...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Björn Baldurs Baldursson Johnsen.

Björn Baldurs Baldursson Johnsen læknir fæddist 23. september 1936 í Reykjavík og lést 18. janúar 2018.
Foreldrar hans voru Baldur Garðar Sigfússon Johnsen læknir, f. 24. október 1910, d. 7. febrúar 2006, og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen húsfreyja, söngkennari, konsertsöngkona, f. 28. október 1908, d. 8. október 1996.

Börn Jóhönnu og Baldurs:
1. Björn Baldurs Baldursson Johnsen læknir, f. 24. september 1936, d. 18. janúar 2018.
2. Sigfús Jóhann Johnsen jarðeðlisfræðingur, jökllafræðingur, prófessor, f. 23. apríl 1940, d. 5. júní 2013.
3. Skúli Guðmundur Johnsen læknir, f. 30. september 1941, d. 8. september 2001.
4. Anna Jarþrúður Johnsen kennari, innanhússhönnuður, f. 13. janúar 1946.

Björn var með foreldrum sínum í æsku, fluttist með þeim til Danmerkur eins árs og að Ögri við Ísafjarðardjúp þriggja ára, til Reykjavíkur og til Eyja 1951.
Björn varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1957, stundaði nám í líffræði í University of Glasgow 1963-1964, varð cand. med. í Háskóla Íslands 1975, fékk almennt lækningaeyfi 16. nóvember 1975, lauk kandidatsári sínu í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1976.
Hann var starfsmaður hjá Atvinnudeild Háskóla Íslands 1960-1968,var heilsugæslulæknir á Kirkjubæjarklaustri frá júlí 1976-júní 1979 og í Hveragerði frá júlí 1979.
Björn hafði mikinn áhuga á grasafræði. Þegar Surtrseyjargosið varð 1963 stjórnaði Björn rannsóknum á gróðurtöku í Surtsey, ráðinn af Surtseyjarfélaginu. Þetta var í fyrsta skipti í sögunni sem menn fengu tækifæri til þess að rannsaka gróðurtöku nýs lands með þessum hætti. Vakti þetta heimsathygli og er þessi rannsókn enn í gangi.
Þau Guðbjörg giftu sig 1966, eignuðust þrjú börn.
Björn lést 2018.

I. Kona Björns, (23. september 1966), er Guðbjörg Guðmundsdóttir Johnsen meinatæknir, læknaritari, f. 6. apríl 1939. Foreldrar hennar voru Guðmundur Skúli Guðlaugsson forstjóri, f. 18. maí 1904, d. 14. desember 1987, og kona hans Guðríður Aðalsteinsdóttir húsfreyja, f. 10. maí 1908, d. 29. október 1985.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Skúli Johnsen, f. 31. mars 1967. Kona hans Anna Lísa Björnsdóttir.
2. Sturla Björn Johnsen, f. 16. september 1972. Fyrrum sambúðarkona hans Lilja Brynja Skúladóttir.
3. Guðríður Edda Johnsen, f. 16. desember 1976. Fyrrum eiginmaður henna Elmar Sæmundsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
  • Morgunblaðið 28. janúar 2018. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.