Skúli G. Johnsen (læknir)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Skúli Guðmundur Baldursson Johnsen.

Skúli Guðmundur Baldursson Johnsen borgarlæknir, héraðslæknir í Reykjavík fæddist 30. september 1941 í Ögri við Ísafjarðardjúp og lést 8. september 2001.
Foreldrar hans voru Baldur Garðar Sigfússon Johnsen læknir, f. 24. október 1910, d. 7. febrúar 2006, og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen húsfreyja, söngkennari, konsertsöngkona, f. 28. október 1908, d. 8. október 1996.

Börn Jóhönnu og Baldurs:
1. Björn Baldurs Baldursson Johnsen læknir, f. 24. september 1936, d. 18. janúar 2018.
2. Sigfús Jóhann Johnsen jarðeðlisfræðingur, jöklafræðingur, prófessor, f. 23. apríl 1940, d. 5. júní 2013.
3. Skúli Guðmundur Johnsen læknir, f. 30. september 1941, d. 8. september 2001.
4. Anna Jarþrúður Johnsen kennari, innanhússhönnuður, f. 13. janúar 1946.

Skúli var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1951.
Hann lauk landsprófi í Gagnfræðaskólanum 1957, varð stúdent í Menntaskólanum á Akureyri 1961, varð cand. med í Háskóla Íslands 1969, tók Ameríska læknaprófið (ECFMG) í Reykjavík 1968. Skúli stundaði framhaldsnám í heilbrigðisfræði í University of Edinburgh, félags og heilsugæsludeild 1972-1973, fékk diploma í Social Medicine þar 1973. Hann fékk almennt lækningaleyfi á Íslandi 1970. Skúli fór í kynnisferð til Bandaríkjanna í boði U:S. Independence Foundation júní-ágúst 1976.
Skúli lauk kandidatsári sínu í á Landspítalanum, Landkotsspítalanum, og Borgarspítalanum og héraðslæknisskyldu sinni í Austur-Egilsstaðahéraði júní til október 1968.
Hann var héraðslæknir í Vopnafjarðarhéraði desember 1969-október 1971.
Skúli var aðstoðarborgarlæknir í Reykjavík frá október 1971-júlí 1974, en fékk námsleyfi 1972-1973.
Hann var skipaður borgarlæknir í Reykjavík 1. ágúst 1974 til desember 1990 og jafnframt skipaður til að gegna héraðslæknisstörfum í Reykjavík frá 1. ágúst 1974-1990, skipaður héraðslæknir í Reykjavík frá janúar 1991 og gegndi því embætti til 31. desember 1998.
Skúli var skólalæknir í Vörðuskóla og Lindargötuskóla 1973-1974, heilsugæslulæknir í afleysingum á Egilsstöðum, á Vopnafirði, Þórshöfn, í Laugarási í Biskupstungum.
Hann var sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í Kaupmannahöfn maí-júlí 1982, var ráðunautur um mataræðisrannsókir á Íslandi, vann ráðgjafarstörf fyrir WHO alloft, tók þátt í fjölmörgum rannsóknum um heilbrigðismál og samdi fjölda greinargerða um niðurstöpður þeirra.
Skúli sat í fjölda nefnda um heilbrigðismál auk setu í samninganefndum, í bygginganefnd Borgarspítalans og heilsugæslustöðva og samstarfsráði um heilsugæslu.
Þau Stefanía giftu sig 1962, eignuðust þrjú börn, en skildu 1993.
Skúli lést 2001.

I. Kona Skúla, (18. ágúst 1962), er Stefanía Valdís Stefánsdóttir B.Ed., kennari í heimilisfræðum, f. 25. maí 1942. Foreldrar hennar voru Stefán Pétursson bóndi í Bót og á Flúðum í Tunguhreppi, N.-Múl., vörubifreiðastjóri, síðar starfsmaður Kirkjugarða Reykjavíkur, f. 22. nóvember 1908, d. 1. mars 1992, og kona hans Laufey Guðrún Valdimarsdóttir Snævar húsfreyja, f. 16. nóvember 1911, d. 9. nóvember 2002.
Börn þeirra:
1. Baldur S. Johnsen BSc-tölvunarfræðingur, f. 25. nóvember 1963. Fyrrum sambúðarkona Hafrún Guðmundsdóttir, fyrrum sambúðarkona Anna Rósa Njálsdóttir. Fyrrum kona hans Berglind Svavarsdóttir.
2. Valdemar S. Johnsen lögfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 5. desember 1968. Fyrrum sambúðarkona Hann María Harðardóttir. Fyrrum kona hans Halla Haraldsdóttir Hamar.
3. Guðrún S. Johnsen hagfræðingur, f. 5. apríl 1973 í Bretlandi. Fyrrum sambúðarmaður hennar Viggó Einar Hilmarsson. Maður hennar Þórarinn Rúnar Einarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.