Anna J. Johnsen (kennari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Anna Jarþrúður Johnsen.

Anna Jarþrúður Johnsen Baldursdótir kennari, innanhússhönnuður fæddist 13. janúar 1946 á Ísafirði.
Foreldrar hennar voru Baldur Garðar Sigfússon Johnsen læknir, f. 24. október 1910, d. 7. febrúar 2006, og kona hans Jóhanna Jóhannsdóttir Johnsen húsfreyja, söngkennari, konsertsöngkona, f. 28. október 1908, d. 8. október 1996.

Börn Jóhönnu og Baldurs:
1. Björn Baldurs Baldursson Johnsen læknir, f. 24. september 1936, d. 18. janúar 2018.
2. Sigfús Jóhann Johnsen jarðeðlisfræðingur, jöklafræðingur, prófessor, f. 23. apríl 1940, d. 5. júní 2013.
3. Skúli Guðmundur Johnsen læknir, f. 30. september 1941, d. 8. september 2001.
4. Anna Jarþrúður Johnsen kennari, innanhússhönnuður, f. 13. janúar 1946.

Anna var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1951.
Hún lauk verslunarprófi í Verslunarskóla Íslands 1965 og stúdentsprófi 1967, lauk kennaraprófi 1968, nam í Húsmæðraskóla Reykjavíkur september til desember 1968. Hún lauk námi í tækniteiknun í Iðnskólanum í Reykjavík 1985, hefur setið nokkur kennaranámskeið.
Anna var skrifstofumaður 1960-1970, kennari í Hvassaleitisskóla í Reykjavík 1971-1981, síðan í Hólabrekkuskóla. Hún er innanhússhönnuður.
Þau Vilhjálmur giftu sig 1969, eignuðust þrjú börn. Þau skildu.

I. Maður Önnu, (6. september 1969), er Vilhjálmur Þórmundur Vilhjálmsson lögfræðingur, fyrrv. borgarstjóri, f. 26. apríl 1946. Foreldrar hans voru Vilhjálmnur Þórðarson frá Vestdalseyri við Seyðisfjörð, bifreiðastjóri, f. 5. október 1913, d. 1. desember 1988, og Jórunn Helga Finnbogadóttir frá Tjarnarkoti í Innri-Njarðvík, húsfreyja, f. 30. júní 1916, d. 3. júlí 1999.
Börn þeirra:
1. Jóhanna Vilhjálmsdóttir, f. 7. desember 1970.
2. Helga Björk Vilhjálmsdóttir, f. 10. júní 1974.
3. Baldur Þór Vilhjálmsson, f. 25. apríl 1976.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.