Ellert Karlsson (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 12. maí 2022 kl. 14:10 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Karl ''Ellert'' Karlsson''' frá Reykholti eldra, tónlistarmaður, hljómsveitarstjóri fæddist þar 5. desember 1944 og lést 13. apríl 2022 á Hrafnistu í Reykjavík.<br> Foreldrar hans voru Karl Guðmundsson skipstjóri, f. 4. maí 1903 í Reykjavík, d. 10. maí 1993, og kona hans Unnur Sigrún Jónsdóttir frá Reykholti eldra, húsfreyja, f. þar 6. júní 1912, d. 16. febrúar 199...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Karl Ellert Karlsson frá Reykholti eldra, tónlistarmaður, hljómsveitarstjóri fæddist þar 5. desember 1944 og lést 13. apríl 2022 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Karl Guðmundsson skipstjóri, f. 4. maí 1903 í Reykjavík, d. 10. maí 1993, og kona hans Unnur Sigrún Jónsdóttir frá Reykholti eldra, húsfreyja, f. þar 6. júní 1912, d. 16. febrúar 1995.

Börn Unnar og Karls:
1. Jón Karlsson, f. 12. ágúst 1934, d. 12. maí 2003.
2. Guðmundur Karlsson, f. 9. júní 1936.
3. Karl Ellert Karlsson f. 5. desember 1944, d. 13. apríl 2022.

Ellert var með foreldrum sínum í æsku.
Hann varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1961, stundaði nám í Tónlistarskólanum í Reykjavík 1967-1968 og einkanám í hljómsveitarstjórn og útsetningu hjá Páli Pampichler Pálssyni. Hann nam í blásarakennaradeild Tónlistarskólans 1970-1972.
Ellert hóf tónlistarnám í Gagnfræðaskólanum 13 ára, var í Lúðrasveit Gagnfræðaskólans undir stjórn Oddgeirs Kristjánssonar. Hann gekk í Lúðrasveit Vestmannaeyja 1958 og var virkur félagi og stjórnandi til Goss 1973.
Hann starfaði í Landsbanka Íslands í Reykjavík 1973-2011.
Ellert lék með Lúðrasveitinni Svani frá 1967-1978, en einnig með Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Reykjavíkur.
Hann kenndi á blásturshljóðfæri á árunum 1973-1980 og tók þátt í nokkrum tilraunum FÍH til stofnunar stórhljómsveita (Big Band) 1974-1981.
Ellert var stjórnandi Lúðrasveitar verkalýðsins 1978 og gegndi því starfi til 1988.
Að loknu ævistarfi sínu lék hann með Stórsveit öðlinga (nú Stórsveit Íslands) og Brassbandi Reykjavíkur.
Hann útsetti m.a. fyrir lúðrasveitir og brassbönd íslensk þjóðlög og dægurlög, lög Oddgeirs Kristjánssonar, verk Árna Björnssonar, Jóns Múla, Sigfúsar Halldórssonar.
Þau Ásdís giftu sig 2012 í Eyjum, eignuðust tvö börn.

I. Kona Ellerts, (19. júlí 2012), er Ásdís Þórðardóttir húsfreyja, f. 28. október 1964. Hún vinnur fyrir blinda og sjónskerta. Foreldrar hennar voru Þórður Marteinn Kristensen bifvélavirki, f. 27. febrúar 1921, d. 19. apríl 1997, og kona hans Kristín Eiríksdóttir (Kirsten Andresen) húsfreyja, bókavörður, f. 23. september 1936 í Kaupmannahöfn, d. 14. nóvember 2021.
Börn þeirra:
1. Bryndís Helga Ellertsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 29. júní 1991.
2. Kristján Unnar Ellertsson námsmaður, f. 19. febrúar 1996.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.