Jón Karlsson (Reykholti)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Jón Karlsson.

Jón Karlsson frá Reykholti eldra, málarameistari fæddist þar 12. ágúst 1934 og lést 12. maí 2003.
Foreldrar hans voru Karl Guðmundsson skipstjóri, f. 4. maí 1903 í Reykjavík, d. 10. maí 1993, og kona hans Unnur Sigrún Jónsdóttir frá Reykholti eldra, húsfreyja, f. þar 6. júní 1912, d. 16. febrúar 1995.

Börn Unnar og Karls:
1. Jón Karlsson, f. 12. ágúst 1934, d. 12. maí 2003.
2. Guðmundur Karlsson, f. 9. júní 1936.
3. Karl Ellert Karlsson f. 5. desember 1944, d. 13. apríl 2022.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði málaraiðn hjá Tryggva Ólafssyni 1953-1957, lauk námi í Iðnskólanum 1954 og sveinsprófi 1957, fékk meitarabréf 1960.
Hann var í fyrstu sjómaður og vann ýmis önnur störf, en vann við iðnina, einkum húsamálun, en síðustu 10 ár sín vann hann í Umbúðamiðstöðinni.
Jón var félagi í Iðnaðarmannafélagi Vestmannaeyja, félagi í Málarafélagi Reykjavíkur og Meistarafélagi Reykjavíkur, var ritari stjórnar 1974-1975, sat í trúnaðarmannaráði 1971-1976.
Jón söng bæði með Karlakór Vestmannaeyja og síðar Karlakór Reykjavíkur um skeið. Hann var einnig frístundalistmálari.
Þau Dagrún Helga giftu sig 1964, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Laugarvatni, en lengst við Rauðalæk í Reykjavík.
Jón lést 2003.

I. Kona Jóns, (16. maí 1964), er Dagrún Helga Jóhannsdóttir frá Ketilsstöðum í Holtahreppi, talsímakona, húsfreyja, f. 29. janúar 1941. Foreldrar hennar voru Jóhann Sverrir Kristinsson bóndi, síðar iðnverkamaður, f. 17. desember 1910 í Hafnarfirði, d. 25. apríl 1988, og kona hans Valgerður Daníelsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1912 í Guttormshaga í Holtahreppi, d. 11. maí 1999.
Börn þeirra:
1. Unnur Vala Jónsdóttir, f. 24. febrúar 1964. Maður hennar Jónas Skúlason.
2. Karl Jóhann Jónsson, f. 15. júlí 1968. Kona hans Rannveig H. Ásgeirsdóttir.
3. Sæþór Jónsson, f. 1. febrúar 1976. Kona hans Íris María Jónsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Morgunblaðið 20. maí 2003. Minning.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.