Ásbjörn Guðmundsson (Húsadal)
Ásbjörn Guðmundsson sjómaður, verkamaður fæddist 25. júlí 1894 á Brekku í Mjóafirði eystra og lést 22. júlí 1975.
Foreldrar hans voru Guðmundur Ásbjörnsson frá Mýrarholti í Brautarholtssókn á Kjalarnesi, sjómaður, bátsformaður á Brekku og í Kastala í Mjóafirði, síðar á Norðfirði, f. 12. júní 1857, d. 19. júní 1910 og ráðskona hans, húskona, Arnbjörg Rannveig Oddsdóttir frá Vallarhúsum í Útskálasókn, Gull., f. 19. janúar 1865, d. 28. september 1900.
Ásbjörn var með foreldrum sínum í Veltu og Miðhúsum í Mjóafirði, flutti með þeim til Norðfjarðar 1896, en móðir hans lést, er hann var sex ára og faðir hans lést, er Ásbjörn var tæpra sextán ára.
Ásbjörn var niðursetningur á Gerðisstekk í Norðfirði 1901, var í Barðsnesgerði í Norðfirði 1920, á Gimli í Reyðarfirði, er hann flutti til Eyja 1928.
Þau Sigurbjörg giftu sig 1928 í Eyjum, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í Ráðagerði við Skólaveg 19, Hvanneyri við Vestmannabraut 60 og í Húsadal við Faxastíg 22.
Ásbjörn lést 1975 og Sigurbjörg 1992.
I. Kona Ásbjörns, (13. október 1928), var Sigurbjörg Stefánsdóttir húsfreyja, f. 15. maí 1908, d. 18. febrúar 1992.
Börn þeirra:
1. Guðmundur Adolf Ásbjörnsson, f. 19. október 1930 í Ráðagerði, d. 23. febrúar 2010.
2. Garðar Ásbjörnsson, f. 27. mars 1932 í Ráðagerði, d. 7. maí 2012.
3. Fjölnir Ásbjörnsson, f. 7. mars 1951 á Sjh.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.