Níels Þórarinsson (Brekkuhúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. mars 2022 kl. 10:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. mars 2022 kl. 10:32 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Níels Þórarinsson bóndi í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, síðar vinnumaður í Brekkuhúsi, fæddist 20. febrúar 1811 á Bergþórshvoli í V-Landeyjum og lést 25. ágúst 1867 í Brekkuhúsi.
Foreldrar hans voru Þórarinn Eiríksson bóndi á Bergþórshvoli og víða í Landeyjum, f. 1776 í Vestra-Fíflholti í V-Landeyjum, d. 20. maí 1839 í Hólmahjáleigu í A-Landeyjum, og síðari kona hans Níelsína Friðrika Níelsdóttir húsfreyja, f. 1785 á Eyrarbakka, d. 5. september 1837 í Hólmahjáleigu.

Níels var með foreldrum sínum á Glæsistöðum í V-Landeyjum 1816. Hann var kvæntur vinnumaður hjá tengdaforeldrum sínum í Ártúnum á Rangárvöllum 1835 og þar var Sigríður vinnukona.
Þau voru bændahjón í Hólmahjáleigu 1840 og 1845.
Þau brugðu búi 1847. Sigríður fór til Eyja, en Níels gerðist vinnumaður í Landeyjum. Hann fluttist til Eyja 1865 og var vinnumaður í Brekkuhúsi til dd. 1867.

I. Barnsmóðir Níelsar var Helga Höskuldsdóttir vinnukona, f. 11. ágúst 1796, d. 27. desember 1859.
Barn þeirra var
1. Andvana stúlka, f. 24. júní 1831.

II. Barnsmóðir hans var Guðrún Hansdóttir vinnukona á Arnarhóli í V-Landeyjum og víðar, f. 22. mars 1826, d. 12. maí 1912, (líka nefnd Auðbjargardóttir).
Barnið var
2. Einar Níelsson, f. 12. október 1850, 19 ára vinnumaður í Króki í Hvalsnessókn 1870, d. 6. september 1871.

III. Kona Níelsar, (16. október 1834), var Sigríður Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1813, drukknaði 29. september 1855.
Börn þeirra hér:
3. Guðrún, f. 12. maí 1835, d. 23. maí 1835.
4. Signý Níelsdóttir, f. 23. maí 1836, var 14 ára tökubarn í Draumbæ 1850, d. 1857.
5. Níelsína, f. 12. febrúar 1838, d. 9. febrúar 1838, (svo í pr.þj.bók).
6. Níelsína, f. 10. júní 1839, dó líklega ung.
7. Árni, f. 5. júní 1840, d. 10. júní 1840.
8. Árni Níelsson vinnumaður og hagyrðingur á Löndum, f. 18. júní 1842, d. 11. desember 1864. Hann var barnsfaðir Vigdísar Jónsdóttur á Vilborgarstöðum, f. 10. júní 1845, d. í Vesturheimi.
9. Guðrún húsfreyja í Norðurkoti á Miðnesi og á Ökrum á Hvalsnesi, Gull., f. 8. júlí 1843, d. 23. apríl 1902.
10. Pétur bóndi í Svaðbæli u. Eyjafjöllum, f. 27. október 1844, d. 8. mars 1903.
11. Ingveldur vinnukona á Húsatóttum á Skeiðum, f. 17. febrúar 1846, d. 26. september 1926.
12. Valgerður Níelsdóttir húsfreyja um skeið í Gaulverjabæ í Flóa, f. 27. maí 1847, d. 6. apríl 1919. Hún var hjá móður sinni í Draumbæ í nokkur ár, tökubarn þar 1855, en léttastúlka í A-Landeyjum 1860. Hún giftist Runólfi Runólfssyni. Þau fluttust til Utah.
13. Guðmundur, f. 20. janúar 1850 í Eyjum, d. 3. febrúar 1850 „af Barnaveikin“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.