Guðmundur Borgar Sveinbjarnarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 14:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2022 kl. 14:58 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Guðmundur Borgar Sveinbjarnarson klæðskeri í Reykjavík fæddist 28. maí 1924 í Berjanesi og lést 10. janúar 1993 á heimili sínu Dyrhömrum 10 í Reykjavík.
Foreldrar hans voru Sveinbjörn Friðfinnsson kennari, smiður, kaupmaður, iðnrekandi, f. 28. nóvember 1891 í Haga í Vopnafirði, d. 16. maí 1988, og fyrri kona hans Guðrún Guðmundsdótttir frá Hellatúni í Ásahreppi, Rang., húsfreyja, f. 17. maí 1900, d. 13. nóvember 1967.

Börn Guðrúnar og Sveinbjarnar:
1. Þórunn Sveinbjarnardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. þar 23. apríl 1921, d. 18. mars 2015. Maður hennar Óskar Kristinn Júlíusson.
2. Guðmundur Borgar Sveinbjarnarson klæðskeri í Reykjavík, f. 28. maí 1924 í Berjanesi, d. 10. janúar 1993. Konur hans Kristín Daníelsdóttir og Elsa Jakobsdóttir. Sambúðarkona Svava Davíðsdóttir.
3. Guðrún Ólína Sveinbjarnardóttir, f. 6. desember 1925 í Bjarmahlíð, d. 30. mars 1927.
4. Garðar Sveinbjarnarson sölumaður í Reykjavík, f. 17. júní 1928 í Bjarmahlíð, d. 3. október 1971.

Guðmundur var með foreldrum sínum í æsku, fimm ár í Eyjum, síðan með þeim í Reyjavík.
Hann nam klæðskeraiðn í Iðnskólanum í Reykjavík og hjá Vigfúsi Guðbrandssyni klæðskerameistara.
Guðmundur rak eigið fyrirtæki í Garðastræti 2, en er hann hætti eigin rekstri vann hann hjá Últíma og Guðlaugi Bergmann.
Þau Kristín giftu sig 1948, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Elsa giftu sig 1955, eignuðust tvö börn, en skildu.
Þau Svava bjuggu saman frá 1982.
Guðmundur lést 1993.

I. Fyrri kona Guðmundar, (1948, skildu), var Kristín Daníelsdóttir húsfreyja, f. 20. mars 1920, d. 12. desember 2005. Foreldrar hennar voru Daníel Kristinsson búfræðingur, bókari í Reykjavík, f. 22. apríl 1888, d. 27. mars 1950, og Áslaug Guðmundsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, f. 17. ágúst 1890, d. 2. janúar 1969.
Börn þeirra:
1. Guðrún Guðmundsdóttir, f. 7. janúar 1949. Fyrri maður hennar Ágúst Kjartansson. Síðari maður hennar Haukur Árnason.
2. Daníel Guðmundsson, f. 9. júní 1950. Kona hans Kristín Márusdóttir.

II. Kona Guðmundar, (1955, skildu), Elsa Jakobsdóttir, f. 14. mars 1934, d. 13. nóvember 2014. Foreldrar hennar voru Jakob Þorsteinn Jóhannsson sjómaður, bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. janúar 1908, d. 12. mars 1993, og Ingibjörg Hjartardóttir húsfreyja, f. 28. júní 1908, d. 4. mars 1998.
Börn þeirra:
3. Jakob Rúnar Guðmundsson, f. 14. september 1956. Kona hans Jóhanna Garðarsdótttir.
4. Auður Elísabet Guðmundsdóttir, f. 25. janúar 1959. Sambúðarmaður hennar Sveinn Sveinsson.

III. Sambúðarkona Guðmundar frá 1982, er Svava Ásdís Davíðsdóttir, f. 20. febrúar 1939. Foreldrar hennar Davíð Júlíus Gíslason sjómaður, stýrimaður, f. 28. júlí 1891, d. 21, febrúar 1945 og Svava Ásdís Jónsdóttir húsfreyja, saumakona, f. 30. mars 1905, d. 14. október 1992.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.