Friðþjófur Matthíasson (Litlu-Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 3. febrúar 2022 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2022 kl. 11:06 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Friðþjófur Matthíasson''' frá Litlu-Hólum, málarameistari fæddist 16. apríl 1913 á Jaðri og lést 7. maí 1986.<br> Foreldrar hans voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1949.<br> Börn Sigríðar Ólafar og Matthíasar voru:<br> 1. J...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Friðþjófur Matthíasson frá Litlu-Hólum, málarameistari fæddist 16. apríl 1913 á Jaðri og lést 7. maí 1986.
Foreldrar hans voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1949.

Börn Sigríðar Ólafar og Matthíasar voru:
1. Júlía, f. 27. maí 1907 í Vatnsdal, síðast að Sólvangi í Hafnarfirði, d. 19. janúar 1991.
2. Matthildur, f. 21. ágúst 1908 á Jaðri, d. 22. apríl 1990, jarðs. í Njarðvík.
3. Klara Friðrikka, f. 29. nóvember 1909 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 27. ágúst 1988.
4. Bogi, f. 28. september 1911 á Jaðri, d. 8. júní 1986.
5. Friðþjófur, f. 16. apríl 1913 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 7. maí 1986.
6. Ágúst Vilhjálmur, f. 30. júlí 1914 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 21. janúar 1988.
7. Sigurbjörg, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, d. 1. ágúst 1925.
8. Ólöf, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, síðast í Kópavogi, d. 14. janúar 1999.

Friðþjófur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði málaraiðn hjá Engilberti Gíslasyni 1928-1932, lauk námi í iðnskólanum í Eyjum og lauk sveinsprófi 1932, fékk meistarabréf í Reykjavík 1942.
Hann stundaði iðn sína.
Friðþjófur lést 1986, ókvæntur og barnlaus.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Íslenskir málarar - Saga og málaratal. Kristján Guðlaugsson. Málarameistarafélag Reykjavíkur 1982.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.