Bogi Matthíasson (Litlu-Hólum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 17:01 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|250x250dp|''Rósa Bjarnadóttir og Bogi Matthíasson. '''Bogi Matthíasson''' á Litlu-Hólum, vélstjóri fæddist 28. september 1911 og lést 8. júní 1986.<br> Foreldrar hans voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Rósa Bjarnadóttir og Bogi Matthíasson.

Bogi Matthíasson á Litlu-Hólum, vélstjóri fæddist 28. september 1911 og lést 8. júní 1986.
Foreldrar hans voru Matthías Finnbogason vélfræðingur, f. 25. febrúarl 1882, d. 9. júní 1969 og kona hans Sigríður Ólöf Þorsteinsdóttir húsfreyja, f. 29. janúar 1880, d. 17. júní 1949.

Börn Sigríðar Ólafar og Matthíasar voru:
1. Júlía, f. 27. maí 1907 í Vatnsdal, síðast að Sólvangi í Hafnarfirði, d. 19. janúar 1991.
2. Matthildur, f. 21. ágúst 1908 á Jaðri, d. 22. apríl 1990, jarðs. í Njarðvík.
3. Klara Friðrikka, f. 29. nóvember 1909 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 27. ágúst 1988.
4. Bogi, f. 28. september 1911 á Jaðri, d. 8. júní 1986.
5. Friðþjófur, f. 16. apríl 1913 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 7. maí 1986.
6. Ágúst Vilhjálmur, f. 30. júlí 1914 á Jaðri, síðast í Reykjavík, d. 21. janúar 1988.
7. Sigurbjörg, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, d. 1. ágúst 1925.
8. Ólöf, f. 28. maí 1918 á Litlu-Hólum, síðast í Kópavogi, d. 14. janúar 1999.

Bogi var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lærði vélstjórn, var vélstjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja frá 1933.
Þau Rósa giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Litlu-Hólum.
Hjónin létust af slysförum 1986.

I. Kona Boga, (30. nóvember 1940), var Rósa Katrín Bjarnadóttir frá Eskifirði, húsfreyja, f. þar 27. febrúar 1919, d. 8. júní 1986.
Börn þeirra:
1. Matthías Þór Bogason vélvirki, f. 19. apríl 1941 á Litlu-Hólum. Kona hans Guðný Guðjónsdóttir.
2. Birna Magnea Bogadóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1943 á Litlu-Hólum. Fyrrum maður hennar Sigurður Líndal Viggósson. Maður hennar Guðbjartur Herjólfsson
3. Rúnar Helgi Bogason vélvirki, f. 6. febrúar 1957. Kona hans Kristný Guðlaugsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.