Rósa Bjarnadóttir (Litlu-Hólum)
Rósa Katrín Kristjana Bjarnadóttir frá Eskifirði, húsfreyja fæddist þar
27. febrúar 1919 og lést af slysförum 8. júní 1986.
Foreldrar hennar voru Bjarni Eiríksson sjómaður á Eskifirði, f. 7. desember 1883, d. 1925, og kona hans Guðrún Þorstína Kristjánsdóttir húsfreyja, f. 11. mars 1899, d. 25. desember 1981.
Rósa var með foreldrum sínum á Eskifirði, en faðir hennar lést, er hún var sex ára 1925.
Rósa var með móður sinni í Litla-Býli á Eskifirði 1933, kom til Eyja frá Eskifirði 1937 og var vinnukona þar til hún stofnaði sitt eigið heimili.
Þau Bogi giftu sig 1940, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Litlu-Hólum við Hásteinsveg 24.
Hjónin létust af slysförum 1986.
I. Maður Rósu, (30. nóvember 1940), var Bogi Matthíasson frá Litlu-Hólum, vélstjóri, f. 28. september 1911, d. 8. júní 1986.
Börn þeirra:
1. Matthías Þór Bogason vélvirki, f. 19. apríl 1941 á Litlu-Hólum. Kona hans Guðný Guðjónsdóttir.
2. Birna Magnea Bogadóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1943 á Litlu-Hólum. Fyrrum maður hennar Sigurður Líndal Viggósson. Maður hennar Guðbjartur Herjólfsson.
3. Rúnar Helgi Bogason vélvirki, f. 6. febrúar 1957. Kona hans Kristný Guðlaugsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Sjómannadagsblað Vestmannaeyja.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.