Jóhann Pétur Sigurðsson (Götu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 16:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Jóhann Pétur Sigurðsson (Götu)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhann Pétur Sigurðsson.


Jóhann Pétur Sigurðsson frá Götu, sjómaður fæddist þar 12. nóvember 1923 og drukknaði 8. ágúst 1956.
Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Ormsvelli í Hvolhreppi, verkamaður, f. 16. maí 1867, d. 30. desember 1939, og sambýliskona hans Vilborg Jónsdóttir frá Einholti á Mýrum, A-Skaft, húsfreyja, f. 24. apríl 1889, d. 19. mars 1949.

Börn Sigurðar og Vilborgar:
1. Gísli Ragnar Sigurðsson útgerðarmaður, f. 16. september 1916 á Kirkjubæ, d. 17. maí 1995.
2. Helga Sigurðardóttir húsfreyja, sambýliskona Sigurðar Loftssonar á Bakka í Landeyjum, f. 6. september 1918, d. 20. febrúar 1996.
3. Engilberta Ólafía Sigurðardóttir, f. 12. október 1920 á Búastöðum, d. 26. apríl 1975.
4. Jóhann Pétur Sigurðsson, f. 12. október 1923 í Götu, d. 8. ágúst 1956.
5. Jón Stefán Sigurðsson bóndi á Ketilstöðum í Mýrdal, f. 20. júlí 1926, d. 13. september 1981.
6. Benedikt Ragnar Sigurðsson, f. 4. nóvember 1934 í Götu, síðast á Akureyri, d. 21. mars 1993.

Pétur var með foreldrum sínum í æsku, var mörg sumur í sveit.
Eftir að faðir hans dó, bjó hann með móður sinni í mörg ár í Jómsborg. Síðustu árin átti hann heimili hjá Gísla bróður sínum og Sigríði Haraldsdóttur konu hans á Faxastíg 41.
Hann hóf ungur sjómennsku, var mörg ár á vélbátum og togurum, fyrst á Helgafelli VE 32, og þegar nýsköpunartogararnir komu til landsins réðst hann á Bjarnarey VE 11 og var þar um árabil.
Pétur giftist ekki og eignaðist ekki afkomendur.
Hann drukknaði 1956.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.