Björg Sigurjónsdóttir (Víðidal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 11:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 1. febrúar 2022 kl. 11:07 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Björg Sigurjónsdóttir''' frá Víðidal, póstfulltrúi, skrifstofustjóri fæddist 19. janúar 1917 á Hrafnagili við Vestmannabraut 29 og lést 2. mars 2004 á Landspítalanum.<br> Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887 að Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1933, og kona hans [[Guðríður Þóroddsdóttir|Guðríður Sigurbjörg Þóroddsdóttir]...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Björg Sigurjónsdóttir frá Víðidal, póstfulltrúi, skrifstofustjóri fæddist 19. janúar 1917 á Hrafnagili við Vestmannabraut 29 og lést 2. mars 2004 á Landspítalanum.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887 að Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1933, og kona hans Guðríður Sigurbjörg Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1886 í Dalseli u. V. -Eyjafjöllum, d. 16. ágúst 1956.

Börn Guðríðar og Sigurjóns:
1. Sigríður Anna Sigurjónsdóttir, f. 15. ágúst 1915, d. 5. október 1989.
2. Björg Sigurjónsdóttir, f. 19. janúar 1917, d. 2. mars 2004.
3. Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
4. Þóra Sigurjónsdóttir, f. 17. júní 1924 í Víðidal, d. 1. maí 2012.
5. Soffías Sigurjónsson, f. 8. maí 1926 í Víðidal, d. 5. ágúst 1931.

Björg var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var á sautjánda árinu. Hún var með móður sinni í Víðidal.
Hún lauk prófi í 2. bekk í Gagnfræðaskólanum 1933, en þá voru þar aðeins 1. og 2. bekkur. Síðan nam hún í Húsmæðraskóla Suðurlands.
Björg vann lengst hjá Pósti & síma, var póstfulltrúi í Eyjum og síðustu starfsár sín var hún skrifstofustjóri hjá Póst- og símamálastofnuninni í Ármúla.
Björg bjó hjá Guðbjörgu systur sinni á Faxastíg 6A við Gosið 1973.
Hún var ógift og barnlaus, en aðstoðaði ekkjuna Guðbjörgu systur sína við uppeldi barna hennar.
Björg lést 2004.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.