Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir.

Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir frá Víðidal, húsfreyja, saumakona fæddist þar 29. desember 1921 og lést 1. maí 2021 á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund.
Foreldrar hennar voru Sigurjón Jónsson sjómaður, útgerðarmaður, f. 3. júlí 1887 að Vesturholtum u. Eyjafjöllum, d. 20. júní 1933, og kona hans Guðríður Sigurbjörg Þóroddsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1886 í Dalseli u. V.-Eyjafjöllum, d. 16. ágúst 1956.

Börn Guðríðar og Sigurjóns:
1. Sigríður Anna Sigurjónsdóttir, f. 15. ágúst 1915, d. 5. október 1989.
2. Björg Sigurjónsdóttir, f. 19. janúar 1917, d. 2. mars 2004.
3. Guðbjörg Sigríður Sigurjónsdóttir, f. 29. desember 1921, d. 1. maí 2012.
4. Þóra Sigurjónsdóttir, f. 17. júní 1924 í Víðidal, d. 1. maí 2012.
5. Soffías Sigurjónsson, f. 8. maí 1926 í Víðidal, d. 5. ágúst 1931.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku, en faðir hennar lést, er hún var á tólfta árinu. Hún var með móður sinni.
Hún lærði í Húsmæðraskóla Suðurlands.
Guðbjörg starfaði við fatasaum í Reykjavík fram til giftingar. Hún vann síðar við ræstingar á lögreglustöðinni og Vinnslustöðinni í Eyjum. Þá vann hún síðar á Sjúkrahúsinu í Eyjum og á Landspítalanum í Reykjavík.
Síðustu 13 ár sín bjó hún við Bólstaðarhlíð í Reykjavík.
Þau Halldór giftu sig 1952, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu á Landagötu 16, höfðu nýlega flutt í nýbyggt hús sitt við Faxastíg 6b, þegar Halldór tók út í róðri og drukknaði 1957.

I. Maður Guðbjargar Sigríðar, (1952), var Halldór Ágústsson skipasmiður, útgerðarmaður, vélstjóri, formaður, f. 26. október 1926 í Víðidal, d. 9. janúar 1957, tók út af vb. Maí.
Börn þeirra:
1. Guðríður Halldórsdóttir, f. 16. mars 1953. Maður hennar Emil Theodór Guðjónsson.
2. Ágúst Halldórsson, f. 12. júlí 1954. Kona hans Hólmfríður A. Stefánsdóttir.
3. Björg Halldórsdóttir, f. 20. júlí 1955. Maður hennar Guðsteinn Ingimarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.