Kristín Pálsdóttir (Sædal)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 27. janúar 2022 kl. 11:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 27. janúar 2022 kl. 11:56 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristín Pálsdóttir''' frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum, húsfreyja fæddist þar 7. janúar 1874 og lést 2. september 1942.<br> Foreldrar hennar voru Páll Pálsson vinnumaður á Stóra-Hofi, líklega sá, sem f. er 1843, d. 16. september 1897 og Kristín Jónsdóttir ekkja á Stóra-Hofi, síðar bústýra í Stöðulkoti í Djúpárhreppi, Rang., f. 18. apríl 1839 í Neðradal u. V.-Eyjafjöllum, d. 22. júní 1906 í Stöðulkoti. Kristín var niðursetningur í M...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristín Pálsdóttir frá Stóra-Hofi á Rangárvöllum, húsfreyja fæddist þar 7. janúar 1874 og lést 2. september 1942.
Foreldrar hennar voru Páll Pálsson vinnumaður á Stóra-Hofi, líklega sá, sem f. er 1843, d. 16. september 1897 og Kristín Jónsdóttir ekkja á Stóra-Hofi, síðar bústýra í Stöðulkoti í Djúpárhreppi, Rang., f. 18. apríl 1839 í Neðradal u. V.-Eyjafjöllum, d. 22. júní 1906 í Stöðulkoti.

Kristín var niðursetningur í Mykjunesi í Holtahreppi í Rang. 1880, var vinnukona í Háamúla í Fljótshlíð 1890, hjú þar 1901, og þar var Nikulás einnig hjú.
Þau Nikulás giftu sig 1907, eignuðust tvö fósturbörn. Þau voru bændur á Hellnahóli 1910, fluttu til Eyja 1911. Þau bjuggu í Sædal við Vesturveg 6, fluttu til Reykjavíkur á fjórða áratugnum, bjuggu síðast á Barónstíg 63.
Kristín lést 1942 og Nikulás 1956.

I. Maður Kristínar, (1907), var Nikulás Illugason frá Árnagerði í Fljótshlíð, bóndi, bræðslumaður, verkamaður, f. 4. ágúst 1873, d. 15. apríl 1956.
Börn þeirra, (fósturbörn):
1. Margrét Theodóra Gunnarsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 1. nóvember 1911, d. 28. apríl 1991.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.