Gunnar Markússon (skólastjóri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 13:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 18. janúar 2022 kl. 13:40 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Gunnar Markússon''' frá Stakkholti, kennari, skólastjóri fæddist 18. október 1918 í Fjölni á Eyrarbakka og lést 20. júlí 1997 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.<br> Foreldrar hans voru Markús Jónsson frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. þar 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924 í Eyjum, og kona hans Þuríður Pálsdóttir frá Reynifelli á Rang...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Gunnar Markússon frá Stakkholti, kennari, skólastjóri fæddist 18. október 1918 í Fjölni á Eyrarbakka og lést 20. júlí 1997 á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi.
Foreldrar hans voru Markús Jónsson frá Vestri-Torfastöðum í Fljótshlíð, sjómaður, verkamaður, f. þar 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924 í Eyjum, og kona hans Þuríður Pálsdóttir frá Reynifelli á Rangárvöllum, húsfreyja, verkakona, f. þar 2. júlí 1889, d. 23. september 1978 í Hafnarfirði.

Börn Þuríðar og Markúsar:
1. Gunnar Markússon skólastjóri, síðast í Þorlákshöfn, f. 18. október 1918, d. 20. júlí 1997.
2. Kjartan Markússon vélvirki, málmsteypumaður í Hafnarfirði, f. 29. maí 1921, d. 10. apríl 2003.
3. Jóna Sigríður Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 30. maí 1923 í Stakkholti, d. 6. mars 1988.
Fóstursonur Þuríðar var
4. Helgi Ragnar Maríasson bókhaldari í Noregi, f. 8. nóvember 1939, d. 20. maí 2001.

Gunnar var skamma stund með foreldrum sínum, því að faðir hans lést er Gunnar var á sjötta ári sínu.
Hann nam í Gagnfræðaskólanum 1933-1934, í Gagnfræðaskólanum Flensborg í Hafnarfirði 1937, lauk kennaraprófi 1939, nam við Danmarks Lærerhöjskole, aðalgreinar landafræði og og dýrafræði 1947-1948.
Gunnar kenndi í Þingvallasveit 1939-1941, í Grafningi 1940-1941, í barnaskólanum í Hafnarfirði 1941-1951. Hann var skólastjóri barnaskólans á Flúðum í Hrunamannahreppi 1951-1966, skólasjóri barnaskólans á Húsabakka í Svarfaðardal 1955¬1962, í Þorlákshöfn 1962¬1980. Hann var bókavörður í Þorlákshöfn frá 1965 til dauðadags.
Gunnar var formaður barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar 1946-1947, hafnarstjórnar Landshafnarinnar í Þorlákshöfn 1967¬1978, í stjórn Bókavarðafélags Íslands 1976¬1980, gerður heiðursfélagi 1997. Hann var í stjórn Félags skólastjóra og yfirkennara 1977¬1981, í byggingarnefnd sunnlenskra hafna 1973-1976. Hann var formaður sóknarnefndar Hjallasóknar 1982-1992, sem síðar varð Þorláks- og Hjallasókn, í byggingarnefnd Þorlákskirkju frá upphafi þar til hún var vígð 1985. Hann sat í stjórn Sögufélags Árnesinga og í ritnefnd Árnesings 1990¬1992. Auk þessa vann Gunnar að söfnun og ritun heimilda um sögu Þorlákshafnar og Þorlák helga til dauðadags.
Þau Sigurlaug giftu sig 1943, eignuðust fjögur börn.
Gunnar lést 1997 og Sigurlaug 2017.

I. Kona Gunnars, (6. nóvember 1943), var Sigurlaug Arndal Stefánsdóttir frá Akureyri, kennari, síðar bóka- og safnvörður, f. 26. febrúar 1922 á Ísafirði, d. 19. apríl 2017. Foreldrar hennar voru Stefán Grímur Ásgrímsson verkamaður, vélamaður, f. 26. september 1899 á Sauðadalsá í Skagafirði, d. 1. desember 1968, og kona hans Jensey Jörgína Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 3. júlí 1893 á Ísafirði, d. 15. júlí 1958.
Börn þeirra:
1. Hildur Gunnarsdóttir, f. 15. júlí 1946. Fyrrum maður hennar Helgi Finnlaugsson, látinn.
2. Þór Jens Gunnarsson, f. 30. nóvember 1947, d. 25. september 2012. Kona hans Áslaug Þorsteinsdóttir.
3. Stefán Gunnarsson, f. 3. október 1951. Kona hans Helga Sigurbjörnsdóttir.
4. Ágústa Gunnarsdóttir, f. 18. janúar 1953. Fyrrum maður hennar Haraldur Guðbjartsson. Fyrrum maður hennar Guðmundur Emilsson. Maður hennar Leigh A. Woods.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 26. júlí 1997. Minning Gunnars.
  • Morgunblaðið 20. júní 2017. Minning Sigurlaugar.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.