Gústaf Sigurjónsson (Boðaslóð)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 16. janúar 2022 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 16. janúar 2022 kl. 15:21 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Gústav Sigurður Sigurjónsson.

Gústav Sigurður Sigurjónsson frá Boðaslóð 1, bifreiðastjóri, verkstjóri fæddist 15. ágúst 1926 í Stakkholti og lést 16. apríl 2006.
Foreldrar hans voru Sigurjón Eiríksson verkamaður, f. 4. apríl 1896, d. 19. febrúar 1970, og kona hans Guðrún Pálsdóttir húsfreyja, f. 14. júní 1901, d. 13. desember 1964.

Börn Sigurjóns og Guðrúnar:
1. Gústav Sigurður Sigurjónsson vörubílstjóri, verkstjóri, f. 15. ágúst 1926 í Stakkholti, d. 16. apríl 2006.
2. Jakob Sigurður Sigurjónsson vörubílstjóri, f. 23. júní 1928 í Stakkholti, d. 20. október 1979.
3. Sigurpáll Sigurjónsson, f. 15. janúar 1930 í Stakkholti, d. 25. september 1931.
4. Sigurpáll Óskar Sigurjónsson vörubílstjóri, f. 17. júlí 1931 á Boðaslóð, d. 10. apríl 1989.
5. Sveinn Adolf Sigurjónsson vörubílstjóri, f. 2. apríl 1934 á Boðaslóð, d. 3. janúar 1987.
6. Eymundur Garðar Sigurjónsson skrifstofumaður, f. 19. september 1937 á Boðaslóð, d. 25. október 1991.
7. Gaukur Geir Sigurjónsson bílstjóri hjá Áhaldahúsinu, f. 26. apríl 1939 á Boðaslóð.

Gústav var með foreldrum sínum í æsku, varð vörubifreiðastjóri og síðar verkstjóri við saltfiskverkun.
Þau Aðalheiður giftu sig 1953, bjuggu í Sóleyjarhlíð við Hásteinsveg 45 fyrstu 7 árin, en fluttust þá í nýbyggt hús sitt að Hólagötu 46 og bjuggu þar síðan.
Gústav lést 2006 og Aðalheiður 2012.

Kona Gústavs, (25. desember 1953), var Aðalheiður Hjartardóttir frá Hellisholti, húsfreyja, f. 27. apríl 1930, d. 12. mars 2012.
Barn þeirra:
1. Bjarney María Gústavsdóttir húsfreyja, f. 7. febrúar 1953. Maður hennar Kristján Birgisson Sigurðssonar.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.