Ragnheiður Björgvinsdóttir (Viðey)
Ragnheiður Björgvinsdóttir frá Viðey, húsfreyja, verkakona, skrifstofumaður fæddist þar 28. mars 1942.
Foreldrar hennar voru Björgvin Guðmundsson frá Streiti í Beiðdalshreppi, S.-Múl., skipstjóri, útgerðarmaður, f. þar 15. maí 1915, d. 9. mars 1999 í Reykjavík, og kona hans Ingibjörg Guðmundsdóttir frá Viðey, húsfreyja, f. 19. apríl 1917 á Ytri-Hóli í V.-Landeyjum, d. 14. október 1998 á Sjúkrahúsinu.
Börn Ingibjargar og Björgvins:
1. Ragnheiður Björgvinsdóttir húsfreyja, f. 28. mars 1942 í Viðey.
2. Guðmundur Óskar Björgvinsson, f. 28. júlí 1947 í Viðey.
Ragnheiður var með foreldrum sínum í æsku.
Hún varð 4. bekkjar gagnfræðingur í Gagnfræðaskólanum 1959.
Ragnheiður vann í Vinnslustöðinni og Fiskimjölsverksmiðjunni, síðar hjá sýslumanni í 1 ár til ársins 2000.
Þau Gunnar giftu sig 1968, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Ásavegi 23 til Goss 1973, dvöldu í Reykjavík í Gosinu, en fluttu heim í júlí 1973, bjuggu í Blokkinni við Hásteinsveg 60 til 1974, er þau keyptu húsið við Illugagötu 11, bjuggu þar til 1998, er þau minnkuðu við sig og fluttu í Blokkina.
I. Maður Ragnheiðar, (16. nóvember 1968), er Gunnar Stefán Jónsson bæjargjaldkeri, f. 20. ágúst 1939 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Ívar Gunnarsson læknir, svæfingalæknir, f. 6. ágúst 1968. Kona hans Ragna Lára Jakobsdóttir.
2. Jón Ragnar Gunnarsson matvælafræðingur, starfsmaður heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ókvæntur.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Ragnheiður.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.