Ingibjörg Þórstína Rains

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. desember 2021 kl. 13:54 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Ingibjörg Þórstína Einarsdóttir Rains. '''Ingibjörg Þórstína Einarsdóttir Rains (Imma)''' frá Oddsstaðir eystri|E...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Ingibjörg Þórstína Einarsdóttir Rains.

Ingibjörg Þórstína Einarsdóttir Rains (Imma) frá Eystri Oddsstöðum, húsfreyja í Bandaríkjunum fæddist 3. október 1928 og lést 17. ágúst 2003.
Foreldrar hennar voru Einar Vilhjálmsson trésmíðameistari, f. 9. febrúar 1886 að Þuríðarstöðum í Fljótsdal, N. -Múl., d. 29. september 1974, og kona hans Halldóra Sigrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 4. maí 1901 á Klömbrum u. A.-Eyjafjöllum, d. 18. júlí 1994.

Börn Halldóru og Einars:
1. Ingibjörg Þórstína Rains, f. 3. október 1928, d. 17. ágúst 2003.
2. Sigurjón Einarsson flugmaður, f. 31. maí 1930.
3. Guðbjörg Einarsdóttir húsfreyja, f. 30. september 1931, d. 18. desember 2008.

Ingibjörg Þórstína var heyrnarfötluð. Hún var í Málleysingjaskólanum í Stakkholti í Reykjavík frá 7 ára aldri.
Hún flutti til Bandaríkjanna, giftist Russel 1955. Þau eignuðust tvö börn, bjuggu í fyrstu í Rockford í Illinois, en síðan í Beloit í Wisconsin.
Ingibjörg starfaði síðar í Ingersoll-verksmiðjunum, þar sem maður hennar vann.
Hún lést 2003 á Mercy-sjúkrahúsinu í Jamesville í Wisconsin.

I. Maður Ingibjargar Þórstínu var Russel Rains rennismiður, f. 9. ágúst 1926.
Börn þeirra:
1. Daniel Einar Rains iðnverkamaður, f. 7. júní 1958. Kona hans Colleen.
2. Ronald John Rains sjúklingur, f. 12. nóvember 1961.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.