Páll Árnason (Auðsstöðum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. desember 2021 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. desember 2021 kl. 13:43 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|150px|''Páll Árnason. '''Páll Árnason''' frá Auðsstöðum við Brekastíg 15b, netagerðar- og múrarameistari fæddist þar 2...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Páll Árnason.

Páll Árnason frá Auðsstöðum við Brekastíg 15b, netagerðar- og múrarameistari fæddist þar 21. júlí 1945 og lést 1. janúar 2021 í Hraunbúðum.
Foreldrar hans voru Árni Pálsson sjómaður, matsveinn, f. 16. apríl 1903 á Efra-Hvoli í Hvolhreppi, Rang., d. 17. mars 1961, og kona hans Guðmunda Hermannía Jóhannsdóttir húsfreyja, f. 14. júlí 1907 á Efri-Vatnahjáleigu í V.-Landeyjum, d. 18. mars 1973.

Páll var eina barn foreldra sinna. Hann var með þeim í æsku.
Hann lærði netagerð og síðar múrverk.
Hann vann við netagerð í fyrstu, en síðan við múrverk.
Páll veiktist af Parkinsonssjúkdómi og varð óvinnufær.
Þau Guðný Harpa giftu sig, eignuðust eitt barn. Þau bjuggu á Auðsstöðum.
Guðný Harpa lést 2018. Páll fluttist í Hraunbúðir og lést 2021.

I. Kona Páls var Guðný Harpa Kristinsdóttir, f. 21. janúar 1947, d. 29. mars 2018.
Barn þeirra:
1. Guðmundur Árni Pálsson, f. 29. júlí 1973. Kona hans María Höbbý Sæmundsdóttir.
Fóstursonur Páls, sonur Guðnýjar Hörpu, er
2. Kristinn Karl Bjarnason, f. 9. mars 1966.


Heimildir

{{Heimildir|


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.