Leifur Ársæll Leifsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 11:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 10. nóvember 2021 kl. 11:32 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Leifur Ársæll Leifsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Leifur Ársæll Leifsson.

Leifur Ársæll Leifsson húsasmíðameistari fæddist 8. febrúar 1955 á Fögrubrekku við Vestmannabraut 68 og lést 7. ágúst 2013.
Foreldrar hans voru Leifur Ársælsson frá Fögrubrekku, útgerðarmaður, f. 10. júlí 1931, d. 16. september 2017, og kona hans Guðný Bjarnadóttir húsfreyja, f. 25. apríl 1931, d. 27. ágúst 2017.

Börn Guðnýjar og Leifs:
1. Guðrún Birna Leifsdóttir húsfreyja og starfsmaður í Hraunbúðum, f. 9. maí 1951. Maður hennar er Bjarni Guðjón Samúelsson húsasmiður, f. 8. apríl 1950.
2. Leifur Ársæll Leifsson húsasmiður, f. 8. febrúar 1955, d. 7. ágúst 2013. Kona hans var Jóna Björgvinsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja og skrifstofustjóri hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, f. 7. nóvember 1957.
3. Elín Laufey Leifsdóttir húsfreyja og tómstundaleiðbeinandi í Hraunbúðum, f. 12. apríl 1958. Maður hennar er Jóhannes Óskar Grettisson húsasmiður, f. 27. mars 1958.

Leifur var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk námi í gagnfræðaskóla 1971, lærði húsasmíði og varð sveinn 1976 og síðar húsasmíðameistari.
Hann rak eigið fyrirtæki í Eyjum.
Meðfram iðninni stundaði Leifur sjómennsku, einkum á haust- og vetrarvertíðum og mest á Ísleifi VE-63.
Leifur var knattspyrnumaður og var valinn í U-19 landsliðið 18 ára gamall, lék nokkra landsleiki.
Þau Jóna giftu sig 1975, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu á Smáragötu 5.
Leifur lést í bílslysi á Suðurlandsvegi 2013.

I. Kona Leifs Ársæls, (19. júlí 1975), er Jóna Björgvinsdóttir frá Úthlíð, húsfreyja, skrifstofustjóri, f. 7. nóvember 1957.
Börn þeirra:
1. Birgir Þór Leifsson, f. 28. febrúar 1976. Kona hans Fríða Björk Sandholt.
2. Ívar Örn Leifsson, f. 13. nóvember 1983. Sambúðarkona hans Linda Rakel Jónsdóttir.
3. Rakel Ýr Leifsdóttir, f. 15. ágúst 1994.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.