Jóhann Maríus Einarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. október 2021 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. október 2021 kl. 10:26 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Jóhann Maríus Einarsson''' sjómaður, trésmiður fæddist 19. febrúar 1884 á Auðnum í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi og lést 11. mars 1974. <br> Foreldrar hans voru Eina...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Jóhann Maríus Einarsson sjómaður, trésmiður fæddist 19. febrúar 1884 á Auðnum í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi og lést 11. mars 1974.
Foreldrar hans voru Einar Einarsson verkamaður í Reykjavík og á Grund í Hafnarfirði, d. 29. mars 1909 og barnsmóðir hans Halldóra Álfheiður Ásgrímsdóttir, síðar húsfreyja á Flankastöðum, Kvíabóli og Sléttubóli í Miðneshreppi, f. 22. febrúar 1854, d. 31. mars 1939.

Jóhann var með móður sinni og manni hennar á Flankastöðum á Reykjanesi 1890, 17 ára á Stafnesi þar 1901, á Bergi í Eyjum 1910, en átti þá heimili á Seyðisfirði.
Þau Þuríður eignuðust fjögur börn í Eyjum, en eitt þeirra fæddist andvana. Þau bjuggu í Skálholti við Landagötu 1920.
Þau fluttu til Reykjavíkur, bjuggu á Grettisgötu 52 1930.
Þuríður lést 1934 á Vífilsstöðum. Jóhann Maríus dvaldi að síðustu á Hrafnistu og lést 1974.

I. Kona Jóhanns Maríusar var Þuríður Auðunsdóttir frá Húsavík, húsfreyja, f. 28. sept. 1892 á Stokkseyri, d. 22. apríl 1934 á Vífilsstöðum.
Börn þeirra voru
1. Ólafía Petrea Jóhannsdóttir Thorlacius húsfreyja, f. 18. ágúst 1912, d. 9. september 2002.
2. Guðmann Hákon Jóhannsson verkamaður, garðyrkjumaður, leigubílstjóri, síðast í Mosfellsbæ, f. 12. nóvember 1913, d. 18. september 1967.
3. Haraldur Óskar Jóhannsson, f. 13. nóvember 1921, d. 17. maí 1953.
4. Andvana stúlka, f. 2. janúar 1917.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.