Hjálmar Þorleifsson (rafvirki)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 24. október 2021 kl. 15:35 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 24. október 2021 kl. 15:35 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Hjálmar Þorleifsson.

Hjálmar Þorleifsson rafvirkjameistari fæddist 15. desember 1927 á Kúvíkum við Reykjarfjörð í Strandas. og lést 22. janúar 2011.
Foreldrar hans voru Þorleifur Friðrik Friðriksson bóndi og sjómaður í Þorleifshúsi á Gjögri, f. 8. september 1891 á Kjörvogi við Reykjarfjörð, d. 12. október 1964, og kona hans Hjálmfríður Ragnheiður Sigurbjörg Hjálmarsdóttir húsfreyja, f. 18. mars 1896 á Gjögri, d. 15. júlí 1973.

Börn Hjálmfríðar og Þorleifs, - í Eyjum voru:
1. Lilja Þorleifsdóttir húsfreyja, f. 17. júní 1922, d. 4. september 2008.
2. Klara Þorleifsdóttir vinnukona, fiskverkakona, starfsmaður á sjúkrahúsi, f. 25. júlí 1926, d. 30. janúar 2011.
3. Hjálmar Þorleifsson rafvirkjameistari, f. 15. desember 1927, d. 22. janúar 2011.

Hjálmar ólst upp hjá foreldrum sínum í Litlanesi inn af Gjögri.
Hann fluttist til Eyja 1948, bjó á Kirkjuvegi 26 um skeið, vann hjá rafmagnsverkstæðinu Neista, nam rafvirkjun þar hjá Brynjúlfi Jónatanssyni mági sínum og við Iðnskólann í Eyjum, öðlaðist sveinsréttindi 1953.
Hjálmar vann aðallega við rafmótorviðgerðir, en vann einnig við að sýna kvikmyndir í Bíóinu í Vestmannaeyjum um árabil. Í Gosinu 1973 var verkstæðið rekið í Þorlákshöfn, Grindavík og Reykjavík.
Þau Kristín giftu sig 1955, eignuðust fjögur börn. Þau byggðu Grænuhlíð 2 og bjuggu þar til Goss, en húsið fór undir hraun. Eftir Gosið bjuggu þau á Höfðavegi 24 og síðar að Áshamri 31.
Hjálmar lést 2011.

I. Kona Hjálmars, (31. desember 1955), var Kristín Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, húsfreyja, f. 22. maí 1925. Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason vélstjóri, f. 3. mars 1893 í Ysta-Skála u. Eyjafjöllum, d. 25. september 1947, og kona hans Ingibjörg Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1895 í Dalseli u. Eyjafjöllum, d. 2. júní 1976.
Börn þeirra:
1. Hjálmfríður Ingibjörg Hjálmarsdóttir (Inga Fríða), Áshamri 16, húsfreyja, bæjarstarfsmaður, f. 2. apríl 1955. Maður hennar Júlíus Óskarsson.
2. Ólafur Hjálmarsson hagfræðingur, hagstofustjóri, f. 6. febrúar 1957. Kona hans Sigríður Anna Einarsdóttir.
3. Þorleifur Dolli Hjálmarsson rafiðnfræðingur í Reykjavík, f. 27. desember 1961. Kona hans Sigurdís Harpa Arnarsdóttir.
4. Soffía Birna Hjálmarsdóttir húsfreyja, verkakona í Eyjum, f. 10. desember 1966. Sambúðarmaður hennar Sigurður Steinar Konráðsson.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Morgunblaðið 12. mars 2011. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.