Sigríður Ragna Björgvinsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. október 2021 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. október 2021 kl. 17:51 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Sigríður Ragna Björgvinsdóttir''' sjúklingur, öryrki fæddist 6. október 1943 á Siglufirði og lést 14. júní 2021. <br> Foreldrar hennar voru Anna Bjarnadóttir (húsf...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Sigríður Ragna Björgvinsdóttir sjúklingur, öryrki fæddist 6. október 1943 á Siglufirði og lést 14. júní 2021.
Foreldrar hennar voru Málfríður Anna Bjarnadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 15. janúar 1923, d. 28. maí 2002 í Hraunbúðum, og barnsfaðir hennar Björgvin Helgi Guðmundsson frá Breiðagerði í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, sjómaður, f. 24. apríl 1917, d. 12. ágúst 2005.

Börn Önnu og Björgvins Helga:
1. Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, þerna, þjónn, f. 23. júní 1942 á Hlíðarvegi 21 á Siglufirði.
2. Sigríður Ragna Björgvinsdóttir sjúklingur, öryrki, bjó á Litlu-Grund og í Hátúni í Reykjavík, f. 6. október 1943 á Siglufirði, d. 14. júní 2021, ógift.

Börn Önnu og manns hennar Ingvalds Andersen:
3. Kristinn Ævar Andersen sjómaður í Eyjum, f. 10. júní 1947 á Túngötu 31B á Siglufirði. Fyrrum kona hans Pálína Úranusdóttir. Kona hans Aldís Atladóttir.
4. Sigurveig Margrét Andersen húsfreyja, f. 9. október 1951 á Túngötu 31B á Siglufirði . Fyrrum maður hennar Rúnar Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Ólafsson. Maður hennar Óli Ágúst Ólafsson.
5. Ólafur Sölvi Bjarni Andersen vélstjóri, býr í Kópavogi, f. 28. nóvember 1958 á Landamótum. Kona hans Svala Dögg Þorvaldsdóttir.

Sigríður Ragna var vistmaður á Litlu-Grund og í Hátúni í Reykjavík. Hún lést 2021, ógift og barnlaus.


Heimildir