Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir
Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, þerna, þjónn fæddist
23. júní 1942 á Siglufirði.
Foreldrar hennar voru Málfríður Anna Bjarnadóttir frá Siglufirði, húsfreyja, verkakona, f. 15. janúar 1923, d. 28. maí 2002 í Hraunbúðum, og barnsfaðir hennar Björgvin Helgi Guðmundsson frá Breiðagerði í Kálfatjarnarsókn á Reykjanesi, sjómaður, f. 24. apríl 1917, d. 12. ágúst 2005.
Fósturmóðir Guðmundu til 14 ára aldurs var föðurmóðir hennar Guðrún Sveinsdóttir húsfreyja í Sandgerði, f. 10. september 1893 í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, d. 31. ágúst 1973.
Börn Önnu og Björgvins Helga:
1. Guðmunda Guðrún Björgvinsdóttir húsfreyja, þerna, þjónn, f. 23. júní 1942 á Hlíðarvegi 21 á Siglufirði.
2. Sigríður Ragna Björgvinsdóttir sjúklingur, öryrki, bjó á Litlu-Grund og í Hátúni í Reykjavík, f. 6. október 1943 á Siglufirði, d. 14. júní 2021, ógift.
Börn Önnu og manns hennar Ingvalds Andersen:
3. Kristinn Ævar Andersen sjómaður í Eyjum, f. 10. júní 1947 á Túngötu 31B á Siglufirði. Fyrrum kona hans Pálína Úranusdóttir. Kona hans Aldís Atladóttir.
4. Sigurveig Margrét Andersen húsfreyja, f. 9. október 1951 á Túngötu 31B á Siglufirði . Fyrrum maður hennar Rúnar Guðmundsson. Fyrrum maður hennar Ólafur Þór Ólafsson. Maður hennar Óli Ágúst Ólafsson.
5. Ólafur Sölvi Bjarni Andersen vélstjóri, býr í Kópavogi, f. 28. nóvember 1958 á Landamótum. Kona hans Svala Dögg Þorvaldsdóttir.
Guðmunda Guðrún ólst upp frá unga aldri hjá föðurforeldrum sínum í Sandgerði, en afi hennar lést skömmu eftir komu hennar til þeirra.
Hún flutti til móður sinnar í Eyjum um fermingaraldur, vann á Hótel HB.
Guðmunda hélt til Reykjavíkur átján til nítján ára, vann í Sandholtsbakaríi, var þerna og þjónn á Herjólfi í ferðum milli Eyja og Reykjavíkur, síðan hjá Ríkisskipum í strandferðum Herðubreiðar og Skjaldbreiðar, og einnig á Hótel Sögu.
Hún flutti til Svíþjóðar e. skilnað þeirra Hafsteins. Þar vann hún á skipum við Eystrasaltið.
Þau Vilhjálmur kynntust í Svíþjóð, eignuðust Ólaf þar, fluttu í Innri-Njarðvík, en skildu.
Hún var í sambúð með Grétari, flutti til Ísafjarðar og Flateyrar. Þau slitu sambúð eftir 10 ár.
Guðmunda Guðrún flutti til Innri-Njarðvíkur og býr á Fífumóa 3C.
I. Barnsfaðir Guðmundu Guðrúnar var Petter Amandus Tafjord, f. 25. júlí 1942 í Sandgerði, d. 7. apríl 2019. Foreldrar hans voru Arne Perry Taford verkamaður, f. 28. október 1922, d. 23. ágúst 2014, og kona hans Helga Bogey Finnbogadóttir verkakona, húsfreyja í Reykjavík, f. 17. apríl 1924 í Hvestu í Ketildalahreppi, V.-Barð., d. 8. mars 1990.
Barn þeirra:
1. Sigurrós Petra Tafjord verkstjóri á Keflavíkurflugvelli, f. 21. jan. 1961, býr í Suðurnesjabæ. Maður hennar Ármann Þór Baldursson.
II. Barnsfaðir Guðmundu Guðrúnar er Magnús Valdimar Ármann viðskiptafræðingur, skrifstofumaður, f. 7. janúar 1933. Foreldrar hans Sigbjörn Ármann Ármannsson kaupmaður, f. 16. nóv. 1884 í Vestdalseyri í Seyðisfirði, d. 14. ágúst 1950 í Reykjavik, og kona hans Pálína Sæmundsdóttir Ármann húsfreyja, f. 4. apríl 1904 á Lækjarbotnum í Landssveit í Rang., d. 19. júní 1958 í Reykjavík.
Barn þeirra:
2. Elín Magnea Magnúsdóttir húsfreyja, f. 10. sept. 1963 í Reykjavík. Fyrrum maður hennar var Sigurbjörn Blöndal Sigurbjörnsson, f. 3. nóv. 1958 í Reykjavík. Foreldrar hans Sigurbjörn Árnason sjómaður, verkamaður, f. 6. mars 1920 í Vestmannaeyjum, d. 31. des. 1998, og kona hans Ester Snæbirna Snæbjörnsdóttir húsfreyja, f. 7. sept. 1923 Reykjavík, d. 31. júlí 2016.
III. Maður Guðmundu Guðrúnar, (skildu), er Hafsteinn Sigurðsson rafvirki, f. 29. okt. 1942 á Svanastöðum í Mosfellsbæ. Foreldrar hans voru Sigurður Bjarnason rafvirki í Reykjavík, f. 22. ágúst 1897 á Búðum í Fáskrúðsfjarðarhreppi í S-Múl, d. 6. sept. 1990, og kona hans Ingibjörg Guðbjarnadóttir húsfreyja, f. 22. júlí 1903 á Flateyri, d. 25. mars 1982.
Börn þeirra:
3. Ingi Örn Hafsteinsson verkamaður, f. 4. júlí 1966. Sambúðarkona hans Fjóla Burkney Jack.
4. Bjarni Þór Hafsteinsson listfræðingur, starfsmaður sjúkrahúss í Stokkhólmi, f. 8. nóv. 1971. Kona hans Mia.
IV. Maður Guðmundu Guðrúnar, (31. des. 1981, skildu), var Vilhjálmur Ólafsson sjómaður, f. 19. jan. 1930 á Grænumýri á Seltjarnarnesi, d. 6. apríl 2015. Foreldrar hans voru Ólafur Jónsson gjaldkeri á Seltjarnarnesi, f. 28. des. 1874 í Eyjakoti í Vindhælishreppi í A-Hún, d. 12. nóv. 1949, og kona hans Ingibjörg Eiríksdóttir húsfreyja, f. 30. mars 1894 á Króki í Miðneshreppi í Gull., d. 14. febr. 1973.
Barn þeirra:
6. Ólafur Vilhjálmsson sjúklingur, f. 7. sept. 1981 í Svíþjóð.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmunda Guðrún.
- Íslendingabók.is.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.