Jóhanna Þórhallsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. október 2021 kl. 10:14 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. október 2021 kl. 10:14 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit
Jóhanna Þórhallsdóttir.

Jóhanna Þóhallsdóttir frá Skógum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, skrifstofumaður fæddist 28. ágúst 1939 á Helgafellsbraut 8 og lést 27. október 2007.
Foreldrar hennar voru Þórhallur Friðriksson frá Rauðhálsi í Mýrdal, bifreiðastjóri, smiður, umsjónarmaður Skógaskóla, f. 3. nóvember 1913, d. 29. janúar 1999, og kona hans Elín Þorsteinsdóttir frá Holti í Mýrdal, húsfreyja, ræstitæknir, f. 24. ágúst 1918, d. 11. júlí 2012.

Jóhanna var með foreldrum sínum í æsku, á Helgafellsbraut 8, á Látrum við Vestmannabraut 44 og í Björk við Vestmannabraut 47a, flutti með þeim að Nykhól í Mýrdal og síðan að Skógum.
Hún lauk prófi í Skógaskóla og í Samvinnuskólanum að Bifröst.
Jóhanna vann skrifstofu- og verslunarstörf, m.a. hjá Samvinnutryggingum og Flugleiðum.
Þau Birgir giftu sig 2005 eftir 45 ára sambúð. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu síðast í Hveragerði.
Birgir lést í september og Jóhanna í október 2007.

I. Maður Jóhönnu, (27. ágúst 2005), var Birgir Brandsson rafvirkjameistari, f. 17. maí 1941, d. 26. september 2007. Foreldrar hans voru Brandur Jón Stefánsson sérleyfishafi, rútubifreiðastjóri, verkstjóri, gistihússrekandi, f. 20. maí 1906, d. 15. október 1994, og kona hans Guðrún Jóhannesdóttir húsfreyja, f. 13. maí 1914, d. 19. janúar 1988.
Börn þeirra:
1. Þórhallur Birgisson, f. 21. desember 1959. Kona hans Ingibjörg Helga Baldursdóttir.
2. Þorsteinn Birgisson, f. 7. janúar 1964. Barnsmóðir hans Sigríður Hjaltested. Kona hans Guðbjörg Konráðsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.