Trausti Þorsteinsson (Ásavegi 14)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 23. apríl 2021 kl. 17:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 23. apríl 2021 kl. 17:39 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Verndaði „Trausti Þorsteinsson (Ásavegi 14)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Trausti Þorsteinsson vélvirki fæddist 21. apríl 1939 á Ásavegi 14.
Foreldrar hans voru Þorsteinn Steinsson vélsmíðameistari, f. 30. júní 1901, d. 21. október 1982, og kona hans Sigurlaug Guðnadóttir húsfreyja, f. 15. ágúst 1910, d. 9. október 1974.

Börn Sigurlaugar og Þorsteins:
1. Unnsteinn Þorsteinsson, f. 3. apríl 1932 á Selalæk við Vesturveg 26, d. 31. ágúst 2018. Kona hans Rut Árnadóttir, látin.
2. Guðni Þorsteinsson, f. 26. desember 1933 á Selalæk, Vesturvegi 26, d. 25. janúar 2016. Kona hans Júlíana G. Ragnarsdóttir, látin.
3. Trausti Þorsteinsson, f. 21. apríl 1939 á Ásavegi 14. Kona hans Erla Þorkelsdóttir.
4. Stefanía Solveig Þorsteinsdóttir, f. 25. júní 1949 á Ásavegi 14. Maður hennar Sverrir Baldvinsson.

Trausti var með foreldrum sínum í æsku.
Hann slasaðist illa á unglingsaldri og hefur það heft hann síðan. Hann vann í Smiðjunni hjá föður sínum.
Trausti bjó enn hjá foreldrum sínum 1961 og 1962, en þá eignaðist Erla tvö fyrstu börn sín í heimahögum á Stokkseyri. Hún flutti til Eyja um 1964.
Þau Trausti giftu sig 1967, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu á Ásasvegi 14, en hafa síðan búið í Birkihlíð 8.

I. Kona Trausta, (14. maí 1967), er Erla Þorkelsdóttir húsfreyja, f. 28. ágúst 1942 í Pálmarshúsi á Stokkseyri.
Börn þeirra:
1. Margrét Traustadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 19. maí 1961. Sambúðarmaður hennar Sören Lilbæk Sörensen, danskrar ættar.
2. Þorkell Traustason sjómaður, f. 9. október 1962. Kona hans Gyða Jósepsdóttir.
3. Sigurlaug Traustadóttir leikskólastarfsmaður, f. 28. nóvember 1968, ógift.
4. Þorsteinn Þór Traustason tölvunarfræðingur, f. 6. apríl 1977. Sambúðarkona hans Guðbjörg Hulda Einarsdóttir.
5. Bjarki Steinn Traustason líffræðingur, heimilislæknir, f. 4. febrúar 1981. Kona hans Ósk Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.