Svandís Unnur Sigurðardóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 22. mars 2021 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 22. mars 2021 kl. 11:22 eftir Viglundur (spjall | framlög)
Fara í flakk Fara í leit

Svandís Unnur Sigurðardóttir frá Miðkoti í Djúpárhreppi, Rang., húsfreyja fæddist þar 8. desember 1938.
Foreldrar hennar voru Sigurður Sigurðsson bóndi, f. 27. júní 1906 í Háarima í Djúpárhreppi, d. 13. desember 1965 í Miðkoti, og kona hans Friðsemd Friðriksdóttir húsfreyja, f. 11. ágúst 1909 í Hávarðarkoti í Djúpárhreppi, d. 25. febrúar 1993 á Selfossi.

Börn Friðsemdar og Sigurðar í Eyjum:
1. Svandís Unnur Sigurðardóttir húsfreyja, f. 8. desember 1938.
2. Friðrik Már Sigurðsson skipstjóri, f. 19. júlí 1945. Kona hans Sigurbjörg Haraldsdóttir.

Þau Karl Gunnar giftu sig 1959, eignuðust þrjú börn. Þau bjuggu í fyrstu í Birkihlíð 26, á Strembugötu 25 við Gos og síðan.
Karl Gunnar lést 2014.
Svandís býr á Strembugötu 25.

I. Maður Svandísar, (31. maí 1959), var Karl Gunnar Marteinsson vélvirki, vélskólakennari, f. 21. desember 1936 í Reykjavík, d. 15. desember 2014.
Börn þeirra:
1. Anna Sigrid Karlsdóttir, f. 3. ágúst 1959. Maður hennar Guðjón Þorkell Pálsson.
2. Sigurður Friðrik Karlsson, f. 18. október 1962. Kona hans Sólrún Helgadóttir.
3. Rúnar Þór Karlsson, f. 24. mars 1976. Kona hans Karen Haraldsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
  • Íbúaskrá Vestmannaeyja 1972.
  • Íslendingabók.is.
  • Morgunblaðið 27. desember 2014. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.